Sport

Dag­skráin í dag: Ís­lands­meistarar, Lokasóknin og HM í pílukasti

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Íslandsmeistarar, ný heimildaþáttaröð úr smiðju Stöðvar 2, hefur göngu sína í kvöld þegar rætt verður við þrefalda meistara Vals.
Íslandsmeistarar, ný heimildaþáttaröð úr smiðju Stöðvar 2, hefur göngu sína í kvöld þegar rætt verður við þrefalda meistara Vals.

Íslandsmeistarar, ný heimildaþáttaröð Stöðvar 2 Sport, hefur göngu sína í kvöld þegar rætt verður við leikmenn og þjálfara Vals um leiðina að þriðja deildartitlinum á þremur árum. Lokasóknin verður með sérstakan jólaþátt þar sem farið verður yfir allt það helsta úr NFL deildinni. Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst svo á nýjan leik eftir stutt jólafrí. 

Vodafone Sport 

Klukkan 12:25 hefst bein útsending af 10. degi heimsmeistaramótsins í pílukasti. Keppnin er æsispennandi og komin fram í 32-manna úrslit. Útsending stendur langt fram eftir kvöldi, að venju verður kvöldmatarhlé milli 18–19 og reikna má með því að allt klárist um miðnætti. 

Klukkan 00:35 tekur svo leikur Buffalo Sabres og Boston Bruins í NHL íshokkídeildinni. 

Stöð 2 Sport

20:00 – Íslandsmeistarar: Valur, Besta deild kvenna. Fjallað um Íslandsmeistaralið Vals í Bestu deild kvenna 2023. Rætt við Pétur Pétursson, þjálfara liðsins og leikmenn um leið Vals að titlinum.

Stöð 2 Sport 2 

20:00 – Lokasóknin: Sérfræðingarnir fjalla um 16. umferð í NFL deildinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×