Lífið samstarf

Skandinavísk spenna

Stöð 2
Dröm er spennandi sænsk þáttaröð.
Dröm er spennandi sænsk þáttaröð.

Í dag bættist við spennandi sænsk þáttaröð á Stöð 2+ sem heitir Dröm. Þættirnir fjalla um unga stúlku sem býr yfir þeim eiginleika að dreyma fyrir framtíð sinni.

Dröm er í flokki á Stöð 2+ sem heitir “Norrænt” en þar er að finna ýmiskonar efni frá vinum okkar í Skandinavíu.

Aðalpersónan í Dröm er ung stúlka sem dreymir fyrir framtíð sinni en það er þó ekki nánasta framtíð sem hana dreymir fyrir, heldur sér hún sjálfa sig þegar hún er fullorðin kona. Þegar hún sé að hræðilegt slys mun eiga sér stað ákveður hún að reyna að gera hvað sem hún getur til þess að breyta gangi framtíðarinnar.

Í flokknum er einnig að finna framhaldsmyndirnar um rannsóknarblaðakonuna Annika Bengzton sem fer líklega lengra en flestir myndu treysta sér til að komast að sannleikanum um hina ýmsu glæpi.

Auk þess eru sjónvarpsmyndir sem byggðar eru á sögum eftir rithöfundinn Camilla Läckberg sem þarf vart að kynna, en hún hefur verið notið mikilla vinsælda sem glæpasögu rithöfundur. Fyrir þá sem vilja horfa á myndirnar þá er einnig flokkur af kvikmyndum sem heitir einfaldlega “Framhaldsmyndir” þar sem hægt er að sjá í hvaða röð myndirnar koma.

Tryggðu þér áskrift að Stöð 2+ hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×