Bjartsýni að aukast á vinnumarkaði Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2021 19:21 Forstjóri Vinnumálastofnunar segir tekið að birta yfir atvinnulífinu. Tekist hafi að útvega fjölda fólks vinnu með átaki stjórnvalda undir kjörorðinu Hefjum störf. Dæmi er um að gæs leiti skjóls hjá stofnuninni. Nú eru um tuttugu þúsund manns á atvinnuleysisskrá og þar af hafa tæplega sex þúsund verið án atvinnu í tólf mánuði eða lengur. Í átaki stjórnvalda Hefjum störf sem hleypt var af stokkunum í mars geta fyrirtæki og frjáls félagasamtök að uppfylltum ákveðnum skilyrðu ráðið til sín alla sem hafa verið skráðir atvinnulausir í fjórar vikur eða lengur. Greiðir ríkið þá fullar atvinnuleysisbætur, 307.430, með því fólki í sex mánuði. Með ráðningu fólks sem hefur verið atvinnulaust lengur en í tólf mánuði greiðir ríkið laun upp að rúmum 472 þúsund krónum í sex mánuði. Að auki er 11,5 prósenta mótframlag í lífeyrissjóði greitt með öllum. Unnur Sverrisdóttir segir átak stjórnvalda Hefjum störf hafa skilað árangri.Stöð 2/Sigurjón Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunarinnar segir fjölda starfa hafa verið skráður hjá stofnuninni frá því átakið hófst. „Það eru fjögur þúsund og sjö hundruð störf. Þar af er búið að ráða í þrettán hundruð. Þetta lofar mjög góðu.“ Og ennþá að detta inn ný störf? „Já, já. Það detta inn ný störf á hverjum degi,“ segir Unnur. Átakið sé því að virka og bjartsýni að aukast í samfélaginu. Útlit sé fyrir að atvinnulausum muni fækka mikið eftir því sem líða á sumarið. „Mér finnst þetta lofa mjög góðu, öll þessi störf sem komin eru inn. Fólk er svona að skoða og ég skora á atvinnuleitendur að fylgjast vel með á Mínum síðum,“ segir Unnur. Þar geti atvinnuleitendur fundið störf og fyrirtæki og félagasamtök skráð inn laus störf. Nú séu sömu fyrirtækin og sögðu fólki upp í fyrra að ráða til sín fólk. „Þetta eru gististaðirnir. Þetta er verslunin, veitingastaðirnir, flutingafyrirtækin. Þetta er ferðaþjónustan og tengd störf,“ segir Unnur. Sama gæsin hefur verpt á sama stað við Vinnumálastofnun í nokkur ár. Sum árin hefur hún reynt að koma með unga sína inn í húsakynni stofnunarinnar.Stöð 2/Sigurjón Og svo mætti halda að dýraríkið leiti líka á náðir Vinnumálastofnunar. Í trjábeði fyrir utan stofnunina hefur gæs sest á hreiður og það ekki í fyrsta sinn og hefur áður reynt að komast inn með unga sína. Er hún að leita að atvinnu fyrir þá. Er hún að reyna að skrá þá atvinnulausa? „Það er kannski spurning að fara að gera það. Hún kemur hérna ár eftir ár og verpir. Þetta er alveg dásamlegur vorboði hérna,“ segir Unnur glöð í bragði. Vinnumarkaður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Nú eru um tuttugu þúsund manns á atvinnuleysisskrá og þar af hafa tæplega sex þúsund verið án atvinnu í tólf mánuði eða lengur. Í átaki stjórnvalda Hefjum störf sem hleypt var af stokkunum í mars geta fyrirtæki og frjáls félagasamtök að uppfylltum ákveðnum skilyrðu ráðið til sín alla sem hafa verið skráðir atvinnulausir í fjórar vikur eða lengur. Greiðir ríkið þá fullar atvinnuleysisbætur, 307.430, með því fólki í sex mánuði. Með ráðningu fólks sem hefur verið atvinnulaust lengur en í tólf mánuði greiðir ríkið laun upp að rúmum 472 þúsund krónum í sex mánuði. Að auki er 11,5 prósenta mótframlag í lífeyrissjóði greitt með öllum. Unnur Sverrisdóttir segir átak stjórnvalda Hefjum störf hafa skilað árangri.Stöð 2/Sigurjón Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunarinnar segir fjölda starfa hafa verið skráður hjá stofnuninni frá því átakið hófst. „Það eru fjögur þúsund og sjö hundruð störf. Þar af er búið að ráða í þrettán hundruð. Þetta lofar mjög góðu.“ Og ennþá að detta inn ný störf? „Já, já. Það detta inn ný störf á hverjum degi,“ segir Unnur. Átakið sé því að virka og bjartsýni að aukast í samfélaginu. Útlit sé fyrir að atvinnulausum muni fækka mikið eftir því sem líða á sumarið. „Mér finnst þetta lofa mjög góðu, öll þessi störf sem komin eru inn. Fólk er svona að skoða og ég skora á atvinnuleitendur að fylgjast vel með á Mínum síðum,“ segir Unnur. Þar geti atvinnuleitendur fundið störf og fyrirtæki og félagasamtök skráð inn laus störf. Nú séu sömu fyrirtækin og sögðu fólki upp í fyrra að ráða til sín fólk. „Þetta eru gististaðirnir. Þetta er verslunin, veitingastaðirnir, flutingafyrirtækin. Þetta er ferðaþjónustan og tengd störf,“ segir Unnur. Sama gæsin hefur verpt á sama stað við Vinnumálastofnun í nokkur ár. Sum árin hefur hún reynt að koma með unga sína inn í húsakynni stofnunarinnar.Stöð 2/Sigurjón Og svo mætti halda að dýraríkið leiti líka á náðir Vinnumálastofnunar. Í trjábeði fyrir utan stofnunina hefur gæs sest á hreiður og það ekki í fyrsta sinn og hefur áður reynt að komast inn með unga sína. Er hún að leita að atvinnu fyrir þá. Er hún að reyna að skrá þá atvinnulausa? „Það er kannski spurning að fara að gera það. Hún kemur hérna ár eftir ár og verpir. Þetta er alveg dásamlegur vorboði hérna,“ segir Unnur glöð í bragði.
Vinnumarkaður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira