Vilja koma norskum kollegum til aðstoðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. júlí 2018 06:00 Sumarið hefur reynst norskum bændum mjög erfitt. Vísir/Getty Til skoðunar er hvort íslenskir bændur geti komið skandinavískum starfsbræðrum sínum til aðstoðar vegna uppskerubrests. Nær engin úrkoma hefur verið á hinum Norðurlöndunum það sem af er sumri. „Ég er nýbúinn að setja mig í samband við formenn allra systursamtaka Bændasamtaka Íslands (BÍ) og kanna hvort áhugi sé fyrir því að við hlaupum undir bagga,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ.Fréttablaðið greindi frá því fyrr í mánuðinum að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefði hafið forkönnun á því hvort bændur vilji selja umframhey til Noregs. Fjölmargir bændur sýndu því áhuga. Danmörk, Finnland og Svíþjóð eiga öll aðild að ESB og þar á bæjum er viðbúnaðarpakki í undirbúningi. Noregur, sem er EFTA-ríki líkt og Ísland, nýtur þess ekki. Sindri segir að hann hafi verið í sambandi við Norðmenn um mögulega heyöflun handa þeim hér heima. Það muni allt skýrast betur eftir helgi. Fordæmi eru fyrir því að Norðurlöndin aðstoði hvert annað á slíkum tímum en Norðmenn seldu hingað hey í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli.Sindri Sigurgeirsson er formaður Bændasamtaka Íslands.„Staðan er grafalvarleg og hljóðið í kollegum mínum er mjög vont. Uppskerubresturinn er gríðarlegur. Það sem við getum gert er að kanna hvort við getum notað gott sumar og mikla sprettu til að aðstoða þá.“ Dr. Christian Smedshaug, framkvæmdastjóri hjá norska greiningarfyrirtækinu Agri Analyse, segir að staðan í landinu sé misjöfn. Sumir bændur búi við þann munað að eiga veitukerfi. Annars staðar sé staðan hins vegar svört. „Framan af sumri voru menn bjartsýnir og bjuggust við því að rigningin myndi koma. Nú er hins vegar útlit fyrir að júlí verði þurr, líkt og júní, og fyrsta rigningin komi ekki fyrr en í ágúst,“ segir Smedshaug. Hann segir að í skásta falli muni byrja að rigna í ágúst og bændur geti bjargað því sem bjargað verður. Á að giska myndi það þýða að menn hefðu um tvo þriðju af þeim forða sem þeir vanalega hafa. Bændur sjálfir eru svartsýnir og eru sumir búnir undir það versta. Þeir sem ekki hafa fjárhagslega burði til að brúa bilið sjá fram á að þurfa að skera niður allt að helming bústofnsins. Offramboð gæti orðið á kjöti og mjólkurframleiðsla gæti minnkað. „Á hluta landsins hefur heyöflun gengið illa vegna vætu en á Norður- og Austurlandi er gríðarlega mikill heyskapur,“ segir Sindri. „Þegar menn eru að hjálpa til held ég að það verði ekki gert með gróðavon í huga heldur verði litið á þetta sem stuðning við bændur í erfiðleikum.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Skoða sölu á íslenskum heyrúllum til Noregs Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins kannar nú hvort möguleiki sé á að selja hey frá Íslandi til suðurhluta Noregs þar sem heyskortur er víða. Hér á landi eiga margir bændur nóg af heyi fyrir næsta vetur. Margir bændur sýna málinu áhuga. 7. júlí 2018 10:12 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Til skoðunar er hvort íslenskir bændur geti komið skandinavískum starfsbræðrum sínum til aðstoðar vegna uppskerubrests. Nær engin úrkoma hefur verið á hinum Norðurlöndunum það sem af er sumri. „Ég er nýbúinn að setja mig í samband við formenn allra systursamtaka Bændasamtaka Íslands (BÍ) og kanna hvort áhugi sé fyrir því að við hlaupum undir bagga,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ.Fréttablaðið greindi frá því fyrr í mánuðinum að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefði hafið forkönnun á því hvort bændur vilji selja umframhey til Noregs. Fjölmargir bændur sýndu því áhuga. Danmörk, Finnland og Svíþjóð eiga öll aðild að ESB og þar á bæjum er viðbúnaðarpakki í undirbúningi. Noregur, sem er EFTA-ríki líkt og Ísland, nýtur þess ekki. Sindri segir að hann hafi verið í sambandi við Norðmenn um mögulega heyöflun handa þeim hér heima. Það muni allt skýrast betur eftir helgi. Fordæmi eru fyrir því að Norðurlöndin aðstoði hvert annað á slíkum tímum en Norðmenn seldu hingað hey í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli.Sindri Sigurgeirsson er formaður Bændasamtaka Íslands.„Staðan er grafalvarleg og hljóðið í kollegum mínum er mjög vont. Uppskerubresturinn er gríðarlegur. Það sem við getum gert er að kanna hvort við getum notað gott sumar og mikla sprettu til að aðstoða þá.“ Dr. Christian Smedshaug, framkvæmdastjóri hjá norska greiningarfyrirtækinu Agri Analyse, segir að staðan í landinu sé misjöfn. Sumir bændur búi við þann munað að eiga veitukerfi. Annars staðar sé staðan hins vegar svört. „Framan af sumri voru menn bjartsýnir og bjuggust við því að rigningin myndi koma. Nú er hins vegar útlit fyrir að júlí verði þurr, líkt og júní, og fyrsta rigningin komi ekki fyrr en í ágúst,“ segir Smedshaug. Hann segir að í skásta falli muni byrja að rigna í ágúst og bændur geti bjargað því sem bjargað verður. Á að giska myndi það þýða að menn hefðu um tvo þriðju af þeim forða sem þeir vanalega hafa. Bændur sjálfir eru svartsýnir og eru sumir búnir undir það versta. Þeir sem ekki hafa fjárhagslega burði til að brúa bilið sjá fram á að þurfa að skera niður allt að helming bústofnsins. Offramboð gæti orðið á kjöti og mjólkurframleiðsla gæti minnkað. „Á hluta landsins hefur heyöflun gengið illa vegna vætu en á Norður- og Austurlandi er gríðarlega mikill heyskapur,“ segir Sindri. „Þegar menn eru að hjálpa til held ég að það verði ekki gert með gróðavon í huga heldur verði litið á þetta sem stuðning við bændur í erfiðleikum.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Skoða sölu á íslenskum heyrúllum til Noregs Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins kannar nú hvort möguleiki sé á að selja hey frá Íslandi til suðurhluta Noregs þar sem heyskortur er víða. Hér á landi eiga margir bændur nóg af heyi fyrir næsta vetur. Margir bændur sýna málinu áhuga. 7. júlí 2018 10:12 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Sjá meira
Skoða sölu á íslenskum heyrúllum til Noregs Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins kannar nú hvort möguleiki sé á að selja hey frá Íslandi til suðurhluta Noregs þar sem heyskortur er víða. Hér á landi eiga margir bændur nóg af heyi fyrir næsta vetur. Margir bændur sýna málinu áhuga. 7. júlí 2018 10:12