Fótbolti

Segja fyrrum forseta Barcelona hafa keypt nýja lifur handa leikmanni liðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Barcelona tolleruðu Eric Abidal eftir að hann lék sinn síðasta leik með félaginu.
Leikmenn Barcelona tolleruðu Eric Abidal eftir að hann lék sinn síðasta leik með félaginu. Vísir/Getty
Heilsuvandræði franska fótboltamannsins Eric Abidal fóru ekki framhjá fótboltáhugamönnum fyrir nokkrum árum þegar Abidal greindist með krabbamein í lifrinni.  Nú berast fréttir af óeðlilegum og ólöglegum afskiptum forseta Barcelona í tengslum við málið.

Abidal fór í aðgerð þar sem hann fékk nýja lifur og hann snéri síðan aftur inn á fótboltavöllinn í búningi Barcelona.

Eric Abidal fékk mikinn stuðning í Barcelona og frægt var þegar Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, lét Eric Abidal lyfta Meistaradeildarbikarnum eftir sigur Barcelona á Wembley í lok maí 2011.





Abidal fór í aðgerðina vorið 2012 og átti að hafa fengið lifrina frá frænda sínum Gérard. Nú hefur spænska blaðið El Confidencial heimildir fyrir því að það hafi verið lygi til að fela það sem í raun gerðist.

Samkvæmt frétt El Confidencial þá á Sandro Rosell, þáverandi forseti Barcelona, að hafa keypt lifrina á svörtum markaði fyrir Eric Abidal.

Spænska lögreglan hefur samkvæmt heimildum blaðsins hlerað fjögur símtöl hjá Sandro Rosell þar sem hann talar um að hafa keypt lifrina fyrir Eric Abidal.





Sandro Rosell er sjálfur í miklum vandræðum fyrir fjármálamisferli. Hann hefur verið í haldi síðan í maí 2017 og var ákærður í síðustu viku fyrir peningaþvætti í tengslum við sölu á sjónvarpsrétti leikja brasilíska fótboltalandsliðsins.

Það má lesa meira um þetta mál í frétt El Confidencial.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×