Lífið

Táraðist í fyrsta sjónvarpsviðtalinu eftir árásina í Manchester

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Grande táraðist við ummæli Fallons.
Grande táraðist við ummæli Fallons. Mynd/Skjáskot
Fyrsta sjónvarpsviðtal söngkonunnar Ariönu Grande eftir hryðjuverkaárásina, sem framin var á tónleikum hennar í Manchester í fyrra, var tilfinningaþrungið. Hún var gestur spjallþáttastjórnandans Jimmy Fallon hjá The Tonight Show í gærkvöldi og komst við er Fallon þakkaði henni fyrir að mæta í viðtalið.

Þátturinn var sýndur í gærkvöldi en Grande ræddi m.a. útgáfu væntanlegrar plötu og þá söng hún nýútgefið lag sitt, No Tears Left to Cry, í fyrsta sinn í sjónvarpi.

Sjá einnig: Fyrsta lagið eftir árásina í Manchester

Við lok viðtalsins minntist Fallon á fjarveru Grande en hún hefur forðast sviðsljós fjölmiðla síðan hryðjuverkamaður sprengdi sprengju fyrir utan Manchester Arena-tónleikahöllina í maí í fyrra, þar sem Grande var að klára tónleika. 22 létu lífið í árásinni.

„Ég  veit að þetta er erfitt fyrir alla, erfitt fyrir aðdáendur og erfitt fyrir þig, og ég veit að þú hefur ekki veitt nein viðtöl, og ég skil það,“ sagði Fallon.

„Ég vildi bara þakka þér fyrir að mæta í þáttinn og fyrir að vera sterk og skemmtileg og að snúa aftur til manchester og halda styrktartónleika. Mér finnst þú svo sterk og svöl.“

Grande táraðist við ummæli Fallons og þakkaði honum fyrir hlýleg orð í sinn garð. „Takk, þakka þér fyrir.“

Viðtal Jimmy Fallon við Ariönu Grande má sjá í heild hér að neðan. Þá má einnig sjá fleiri innslög úr þættinum, m.a. þar sem Grande og Fallon syngja þekkt lög í breyttum búning, og í öðru kemur Grande aðdáendum sínum rækilega á óvart.


Tengdar fréttir

Fyrsta lagið eftir árásina í Manchester

"No Tears Left to Cry“ er fyrsta lagið sem söngkonan Ariana Grande gefur út síðan hryðjuverkamaður sprengdi sprengju fyrir utan Manchester Arena tónleikahöllina þar sem söngkonan hélt tónleika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×