Fótbolti

HM-hermirinn: Í hvaða riðli lendir íslenska landsliðið hjá þér?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson verður vonandi svona hress eftir dráttinn á morgun.
Aron Einar Gunnarsson verður vonandi svona hress eftir dráttinn á morgun. Vísir/Getty
Á morgun kemur það í ljós hvaða þrjár þjóðir verða í riðli með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta á HM í Rússlandi næsta sumar.

Drátturinn fer fram í Kremlín höllinni í Rússlandi og verður örugglega mikið um dýrðir. Spennan hefur aukist hægt og rólega frá því að strákarnir okkar tryggðu sér sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í október.

Augu alls heimsins verða á Moskvu á morgun enda bíður 31 önnur þjóð einnig eftir því hvernig riðlarnir líta út í úrslitakeppninni.

Liðunum er skipt niður í fjóra styrkleikaflokka og það er því öruggt að Ísland getur aðeins lent í riðli með 24 af 31 þjóð. Ísland verður aldrei í riðli með Danmörku, Kosta Ríka, Svíþjóð, Túnis, Egyptalandi, Senegal eða Íran.

Fyrir þá sem geta ekki beðið eftir morgundeginum er upplagt að benda á HM-hermi breska blaðsins Telegraph en þar sem hægt að prófa að draga í þessa átta riðla og sjá ýmsar útgáfur af riðli Íslands.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar útgáfur af riðli Íslands en það er upplagt fyrir þig lesandi góður að prófa líka. Það gerir þú með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Ísland lukkuþjóð Brassa á HM

Brasilía er ein af þjóðunum sem geta endað í riðli með Íslandi á HM í Rússlandi 2018 en dregið verður í riðla í Kreml á morgun. Brassarnir ættu að vonast eftir því að mæta íslenska landsliðinu næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×