Innlent

Íslendingar í farvegi Irmu láti vita af sér

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Íslendingar í Flórída og öðrum svæðum sem fellibylurinn Irma mun skella á eru beðnir um að láta ættingi og vini vita af sér, að því segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu.

Þar segir að ráðuneytið og sendiráð Íslands í Washington fylgist grannt með framvindu mála. Yfirvöld á Flórída hafa gefið út tilskipun til fólks á suðurhluta Flórídaskagans um að yfirgefa svæðið en búist er við því að áhrifa fellibylsins muni gæta um allt ríkið. 

„Mikilvægt er að þeir sem eru á svæðinu hlíti ráðum og leiðbeiningum yfirvalda í hvívetna og á það einnig við íbúa og ferðamenn í nærliggjandi fylkjum,“ segir í frétt ráðuneytisns.

Íslendingar á svæðinu eru beðnir um að láta ættingja og vini vita af sér en borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins er opin allan sólahringinn í síma 545-9900 fyrir þá sem eru í vanda staddir.


Tengdar fréttir

Irma ógnar allt að 26 milljónum manna

Fimmta stigs fellibylur veldur gífurlegu tjóni á eyjum Karíbahafs. Barbúda er sögð óbyggileg og Saint-Martin næstum öll í rúst. Bandaríkjamenn búa sig undir komu Irmu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×