6. júlí María Elísabet Bragadóttir skrifar 6. júlí 2016 07:00 6. júlí ertu níu ára og fleygir þér ofan í lúpínubreiðu. Liggur með þurrt mólendið í bakinu og kastar mæðinni. Horfir með andakt á himininn milli fjólublárra blómaklasa. Vilt liggja þarna í felum um aldur og ævi og kannski gerirðu það í einhverjum skilningi. Hugsar með þér, lúpínan ætti ekki að heita illgresi, ekki frekar en kerfillinn í bakgarði afa þíns. Lakkrísbragð. Bandarískur ferðamaður sagði þér að kerfillinn væri kallaður Brúðarslör Önnu drottningar. Mörgum árum síðar togarðu ljúfa minningu upp úr dalverpi hugans. Flettir Önnu drottningu upp. Lest þunglyndislegan lítinn orðstúf um offitusjúkan þjóðhöfðingja Stóra-Bretlands. Þrátt fyrir feitan, konungborinn líkama sinn þótti hún vitgrönn með ekkert pólitískt nef. Átján sinnum ófrísk og ekkert barnanna lifði hana. Ekki orð um brúðarslör eða illgresi. Skrásetjari sögunnar sér allt gegnum bilað einglyrni, kámugt og hnjaskað af karlrembu. Svo þú yppir öxlum og gleymir þessu. Því sumt viltu vita og muna, annað ekki. 6. júlí er sögulegur dagur. Ríkharður Ljónshjarta var krýndur konungur Englands. Stelpa í Efra-Breiðholti fann fjögurra laufa smára á umferðareyju. Átta ára gamlir tvíburar úr Vesturbænum héldu tombólu til styrktar Mæðrastyrksnefnd (keyptu sér bók um Minecraft). Frida Kahlo fæddist, spriklandi og ljósrauð. Unglingsstelpa deildi falafelvefju með strák sem hún var skotin í. Tvö systkini á flótta gripu hvort í annað þegar þegar þau ultu útbyrðis. Sukku umkomulaus í bleksvart haf. Spyrntu litlum fótum, smágerð lungu fylltust af sjó. Tvö ókunn barnslík á mjólkurhvítri strönd við Miðjarðarhaf.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Elísabet Bragadóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
6. júlí ertu níu ára og fleygir þér ofan í lúpínubreiðu. Liggur með þurrt mólendið í bakinu og kastar mæðinni. Horfir með andakt á himininn milli fjólublárra blómaklasa. Vilt liggja þarna í felum um aldur og ævi og kannski gerirðu það í einhverjum skilningi. Hugsar með þér, lúpínan ætti ekki að heita illgresi, ekki frekar en kerfillinn í bakgarði afa þíns. Lakkrísbragð. Bandarískur ferðamaður sagði þér að kerfillinn væri kallaður Brúðarslör Önnu drottningar. Mörgum árum síðar togarðu ljúfa minningu upp úr dalverpi hugans. Flettir Önnu drottningu upp. Lest þunglyndislegan lítinn orðstúf um offitusjúkan þjóðhöfðingja Stóra-Bretlands. Þrátt fyrir feitan, konungborinn líkama sinn þótti hún vitgrönn með ekkert pólitískt nef. Átján sinnum ófrísk og ekkert barnanna lifði hana. Ekki orð um brúðarslör eða illgresi. Skrásetjari sögunnar sér allt gegnum bilað einglyrni, kámugt og hnjaskað af karlrembu. Svo þú yppir öxlum og gleymir þessu. Því sumt viltu vita og muna, annað ekki. 6. júlí er sögulegur dagur. Ríkharður Ljónshjarta var krýndur konungur Englands. Stelpa í Efra-Breiðholti fann fjögurra laufa smára á umferðareyju. Átta ára gamlir tvíburar úr Vesturbænum héldu tombólu til styrktar Mæðrastyrksnefnd (keyptu sér bók um Minecraft). Frida Kahlo fæddist, spriklandi og ljósrauð. Unglingsstelpa deildi falafelvefju með strák sem hún var skotin í. Tvö systkini á flótta gripu hvort í annað þegar þegar þau ultu útbyrðis. Sukku umkomulaus í bleksvart haf. Spyrntu litlum fótum, smágerð lungu fylltust af sjó. Tvö ókunn barnslík á mjólkurhvítri strönd við Miðjarðarhaf.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun