Viðskipti erlent

Batman v Superman: Dawn of Justice búin að hala inn 50 milljörðum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Þrátt fyrir lélega dóma hefur Batman v Superman slegið aðsóknarmet.
Þrátt fyrir lélega dóma hefur Batman v Superman slegið aðsóknarmet.
Nýjasta ofurhetjumyndin, Batman v Superman: Dawn of Justice, hefur halað inn 424 milljónum dollara, sem nemur 53 milljörðum íslenskra króna, í aðsóknartekjur út um allan heim á fyrstu fimm sýningardögum. Myndin hefur víða slegið aðsóknarmet þrátt fyrir lélega dóma.

Aðsóknartekjur í Bandaríkjunum á fyrstu fimm sýningardögum námu 170 milljónum dollara. Engin mynd sem fór í sýningu í mars hefur náð slíkum árangri áður. Auk þess er þetta sjötta stærsta opnunarhelgi sögunnar.

Svo virðist sem það að koma tveimur ofurhetjum saman á skjáinn hafi verið góð markaðshugmynd hjá Warner Bros. En kostnaður við myndina nam 250 milljónum dollara, eða sem nemur rúmum 30 milljörðum íslenskra króna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×