Telur ekki jákvætt að takmarka valfrelsi fólks á meðan krónan er enn gjaldmiðillinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2016 11:11 Helgi Hjörvar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Árni Páll Árnason vísir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir frumvarp þeirra Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og Helga Hjörvar, þingmanna flokksins, um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum ekki í samræmi við stefnu flokksins, en hann kveðst vera sammála henni. „Samfylkingin hefur skýra stefnu varðandi verðtrygginguna og hún felst í því að auka valmöguleika fólk og auka vægi óverðtryggðrar fjármögnunar og losa okkur síðan undan verðtryggingu með upptöku á alvöru gjaldgengum gjaldmiðli sem hægt er að eiga viðskipti með innan sem utan landsteinanna,“ segir Árni Páll í samtali við Vísi. Hann segist ekki sjá rökin fyrir því að þvinga fólk til þess að taka lán sem að minnsta kosti góðar líkur séu á að séu áhættumeiri og sveiflukenndari í afborgunum heldur en verðtryggð lán. „Hlutdeild óverðtryggðra lána jókst vissulega eftir hrun en hlutdeild verðtryggðra lána hefur svo aftur aukist á seinustu árum. Það er því greinilegt að fólk er að taka upplýsta ákvörðun á grundvelli vals á ólíkum kostum og ég sé ekki að það þjóni neinum jákvæðum tilgangi að takmarka valfrelsi fólks að þessu leyti svo lengi sem við búum við að vera með íslenska krónu,“ segir Árni Páll. Árni Páll segir verðtrygginguna vissulega dýra leið til þess að verja sig fyrir gengissveiflum en höfuðvandamálið í því efni sé krónan. Hann segist telja að það sé enginn ágreiningur um það innan Samfylkingarinnar að besta leiðin til að losna við verðtrygginguna sé að taka upp nýjan gjaldmiðil en svo séu ólík sjónarmið innan flokksins varðandi það hvort banna eigi verðtryggingu í millitíðinni eða ekki. Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir frumvarp þeirra Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og Helga Hjörvar, þingmanna flokksins, um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum ekki í samræmi við stefnu flokksins, en hann kveðst vera sammála henni. „Samfylkingin hefur skýra stefnu varðandi verðtrygginguna og hún felst í því að auka valmöguleika fólk og auka vægi óverðtryggðrar fjármögnunar og losa okkur síðan undan verðtryggingu með upptöku á alvöru gjaldgengum gjaldmiðli sem hægt er að eiga viðskipti með innan sem utan landsteinanna,“ segir Árni Páll í samtali við Vísi. Hann segist ekki sjá rökin fyrir því að þvinga fólk til þess að taka lán sem að minnsta kosti góðar líkur séu á að séu áhættumeiri og sveiflukenndari í afborgunum heldur en verðtryggð lán. „Hlutdeild óverðtryggðra lána jókst vissulega eftir hrun en hlutdeild verðtryggðra lána hefur svo aftur aukist á seinustu árum. Það er því greinilegt að fólk er að taka upplýsta ákvörðun á grundvelli vals á ólíkum kostum og ég sé ekki að það þjóni neinum jákvæðum tilgangi að takmarka valfrelsi fólks að þessu leyti svo lengi sem við búum við að vera með íslenska krónu,“ segir Árni Páll. Árni Páll segir verðtrygginguna vissulega dýra leið til þess að verja sig fyrir gengissveiflum en höfuðvandamálið í því efni sé krónan. Hann segist telja að það sé enginn ágreiningur um það innan Samfylkingarinnar að besta leiðin til að losna við verðtrygginguna sé að taka upp nýjan gjaldmiðil en svo séu ólík sjónarmið innan flokksins varðandi það hvort banna eigi verðtryggingu í millitíðinni eða ekki.
Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Vilja banna verðtryggingu á nýjum neytendalánum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar, þingmenn Samfylkingarinnar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um bann við verðtryggingu á nýjum neytendalánum, þar með talið húsnæðislánum. 21. janúar 2016 15:34