Lexus LS 400 ekinn 1.443.300 km Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2014 10:36 Lexus LS 400 bíllinn lítur enn vel út og gengur eins og klukka. Fyrir skömmu seldist notaður Lexus LS 400 af árgerð 1992 í Bandaríkjunum sem ekið hefur verið 1.443.300 kílómetra. Er afar fáheyrt að bílum sé ekið svo mikið og séu enn söluvara. Bíllinn fékkst á lágu verði, en kaupandinn er fyrrum eigandi af eins gerð af bíl og vildi ólmur endurnýja kynnin af gæðagripnum og aka honum eins mikið og mögulegt er. Þegar hann átti samskonar bíl ók hann honum 60.000 mílur á 6 árum, eða um 96.500 km án þess að nokkuð bilaði í bílnum. Hann fékk sínar hefðbundnu skoðanir eftir ákveðinn kilómetrafjölda, en annað ekki. Þrátt fyrir að það sjái aðeins á nýkeypta bílnum, svo sem sjálfskiptihnúð hans og að skipt hafi verið um leðurklæðningu á ökumannssætinu, þá er bíllinn í afar góðu ástandi að innan sem utan. Öll stjórntæki bílsins virka og miðstöðin blæs bæði heitu og köldu, eftir vali. Vél bílsins er í góðu ástandi og þessi 4,0 lítra V8 vél hefur reynst svo vel að hún hefur verið notuð í flugvélar vegna áreiðanleika hennar og góðs afls. Nýr eigandi bílsins er fjórði eigandi hans, en megnið af akstri bílsins fór fram hjá fyrst eiganda bílsins. Síðasti eigandi ók honum aðeins 32.000 km og skipti um rafgeymi, startara og dekk. Meiningin hjá nýjum eiganda bílsins er að aka honum yfir milljón mílur, eða um 1.600.000 kílómetra og forvitnilegt verður að sjá hvort eitthvað bilar í bílnum fram að því. Lexus LS 400 er sannkallaður lúxusbíll þótt kominn sé til ára sinna. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent
Fyrir skömmu seldist notaður Lexus LS 400 af árgerð 1992 í Bandaríkjunum sem ekið hefur verið 1.443.300 kílómetra. Er afar fáheyrt að bílum sé ekið svo mikið og séu enn söluvara. Bíllinn fékkst á lágu verði, en kaupandinn er fyrrum eigandi af eins gerð af bíl og vildi ólmur endurnýja kynnin af gæðagripnum og aka honum eins mikið og mögulegt er. Þegar hann átti samskonar bíl ók hann honum 60.000 mílur á 6 árum, eða um 96.500 km án þess að nokkuð bilaði í bílnum. Hann fékk sínar hefðbundnu skoðanir eftir ákveðinn kilómetrafjölda, en annað ekki. Þrátt fyrir að það sjái aðeins á nýkeypta bílnum, svo sem sjálfskiptihnúð hans og að skipt hafi verið um leðurklæðningu á ökumannssætinu, þá er bíllinn í afar góðu ástandi að innan sem utan. Öll stjórntæki bílsins virka og miðstöðin blæs bæði heitu og köldu, eftir vali. Vél bílsins er í góðu ástandi og þessi 4,0 lítra V8 vél hefur reynst svo vel að hún hefur verið notuð í flugvélar vegna áreiðanleika hennar og góðs afls. Nýr eigandi bílsins er fjórði eigandi hans, en megnið af akstri bílsins fór fram hjá fyrst eiganda bílsins. Síðasti eigandi ók honum aðeins 32.000 km og skipti um rafgeymi, startara og dekk. Meiningin hjá nýjum eiganda bílsins er að aka honum yfir milljón mílur, eða um 1.600.000 kílómetra og forvitnilegt verður að sjá hvort eitthvað bilar í bílnum fram að því. Lexus LS 400 er sannkallaður lúxusbíll þótt kominn sé til ára sinna.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent