Viðskipti erlent

110 tommur með ofurupplausn

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Á þessari mynd frá Samsung stilla fyrirsætur sér upp við nýtt 110 tommu UHD TV risasjónvarp fyrirtækisins, sem Samsung segir að sé með fjórum sinnum meiri upplausn en hefðbundin HD-sjónvörp.
Á þessari mynd frá Samsung stilla fyrirsætur sér upp við nýtt 110 tommu UHD TV risasjónvarp fyrirtækisins, sem Samsung segir að sé með fjórum sinnum meiri upplausn en hefðbundin HD-sjónvörp. Fréttablaðið/AP
Í Suður Kóreu er að hefjast sala á sjónvarpstæki frá Samsung sem á að kosta sem svarar 17,4 milljónum króna (150 þúsund dollara). Í tilkynningu raftækjarisans í gær segir að tækið sé með 110 tommu skjá og upplausn sem sé fjórum sinnum meiri en í hefðbundnum tækjum með háupplausn (HD tækjum).

Tækið er sagt til vitnis um nýja stefnu Samsung með áherslu á ofur-HD sjónvarpstæki. Framleiðsla stórra sjónvarpa með OLED tækni (sjálflýsandi díóðum) er sögð hafa verið of kostnaðarsöm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×