Andfúli karlinn Teitur Guðmundsson skrifar 10. desember 2013 06:00 Ég man eftir því þegar ég var í skóla sem gutti að einn kennarinn okkar hafði greinilega mikið dálæti á hvítlauk, sem fór misvel í krakkana í bekknum. Einn af mínum bekkjarfélögum var orðheppinn, en fór stundum yfir strikið, og jafnvel út um gluggann ef hann þurfti að flýja í skyndi. Hann lét eitt sinn þessi fleygu orð falla um viðkomandi hátt og snjallt: „Vitið þið af hverju herra X er svona andfúll?“ og svaraði sjálfur um leið: „Það er af því það er svo stutt niður í rassgat!“ Þetta leiddi eðlilega til heimsóknar hjá skólastjóra og miður góðs samkomulags við kennarann um stundarsakir, gott ef hann jók ekki bara hvítlauksneysluna! Okkur var því enginn greiði gerður með þessu. Sannleikurinn er sá að margir glíma við þennan vanda og þessi vandi getur verið erfiður viðureignar. Eðli málsins samkvæmt eru einkennin sveiflukennd og ekki má gleyma því að sumir eru hreint ekkert andfúlir en hafa stöðugar áhyggjur af því, jafnvel svo miklar áhyggjur að það jaðrar við þráhyggju. Andfýlan fer engu að síður varla framhjá þeim sem eru í samskiptum við þann sem glímir við mikla andremmu, hvort sem viðkomandi er meðvitaður um það eða ekki, þannig að þeir taka sjálfkrafa eitt eða tvö skref afturábak við slíkar kringumstæður. Andfýluiðnaðurinn, eins og ég hef stundum kallað hann, sem byggir á sölu á tyggigúmmíi, mintum, munnskoli og ýmsum öðrum varningi, er risastór og kemur sem betur fer líklega í veg fyrir félagsleg vandamál og einangrun.Margt kemur til greina Ef við veltum því fyrir okkur hvað það er sem veldur andremmu kemur býsna margt til greina. Flest vitum við að eðlileg og góð tannhirða, notkun á tannþræði og munnskoli kemur í veg fyrir tannskemmdir, hindrar bólgu í tannholdi og rotnun matarleifa milli tannanna. Það er okkur flestum nánast eðlislægt að bursta tennurnar og okkur líður illa ef við gleymum því. Bakteríur í munnholi og meltingarvegi geta valdið lykt og óþægindum ef tannhirða er ekki nógu góð. Andardráttur okkar getur einnig orðið óskemmtilegur við neyslu ákveðinna fæðutegunda, til dæmis hvítlauks og ýmissa annarra lauktegunda, en brennisteinssambönd í þeim falla út í gegnum lungun í kjölfar meltingar og upptöku í blóðið. Öðrum fæðutegundum hefur einnig verið kennt um, til dæmis mjólkurvörum, kryddi, kjöti og þannig mætti lengi telja. Kaffi og áfengi eru vatnslosandi efni sem valda þurrki í slímhúðinni í munninum og betri vaxtarskilyrðum fyrir bakteríur. Ýmis lyf og sjúkdómar geta einnig valdið slíkum þurrki, og vitað er að aukin öndun um munn veldur þurrki, til dæmis hrotur. Jafnvel þó við hrjótum ekki vöknum við flest andfúl vegna minni munnvatnsframleiðslu á nóttunni. Sykursýki, lifrar-, lungna- og nýrnasjúkdómar geta einnig valdið andremmu, auk vélindabakflæðis og hálsbólgu. Reykingar og munntóbaksnotkun valda líka andremmu, og sá fylgikvilli bætist við þá áhættu sem er tekin með neyslu tóbaks. Það getur verið viss þrautaganga að finna út úr því hvað veldur andremmu og það getur jafnvel verið þörf á því að leita læknis sé grunur um sjúkdóm. Í sumum tilvikum er orsökin hins vegar augljós og væri til mikilla þæginda fyrir nánasta umhverfi viðkomandi að láta af þeim löstum sem ég nefndi hér að ofan. Ég myndi því ráðleggja þeim sem glíma við óþægindi af þessum toga, eða þeim sem vilja gefa slíkum aðilum góð ráð, að passa vel upp á vökvabúskapinn sinn, minnka kaffidrykkju, skipta mögulega yfir í koffeinlaust te, lágmarka áfengisneyslu, borða ríkulega af grænmeti og ávöxtum, neyta C- og D-vítamíns og draga úr sætindaáti, sem er bensín fyrir bakteríurnar. Muna að bursta vel tennurnar, nota tannþráð, endurnýja tannburstann og hitta reglulega tannlækninn sinn. En fyrir alla muni hætta að reykja og troða tóbaki í vörina, það er nákvæmlega ekkert hægt að segja eða gera sem réttlætir slíka notkun og eiginlega stórmerkilegt að fólk skuli vísvitandi vilja lykta illa og skapa sér heilsufarsvandamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun
Ég man eftir því þegar ég var í skóla sem gutti að einn kennarinn okkar hafði greinilega mikið dálæti á hvítlauk, sem fór misvel í krakkana í bekknum. Einn af mínum bekkjarfélögum var orðheppinn, en fór stundum yfir strikið, og jafnvel út um gluggann ef hann þurfti að flýja í skyndi. Hann lét eitt sinn þessi fleygu orð falla um viðkomandi hátt og snjallt: „Vitið þið af hverju herra X er svona andfúll?“ og svaraði sjálfur um leið: „Það er af því það er svo stutt niður í rassgat!“ Þetta leiddi eðlilega til heimsóknar hjá skólastjóra og miður góðs samkomulags við kennarann um stundarsakir, gott ef hann jók ekki bara hvítlauksneysluna! Okkur var því enginn greiði gerður með þessu. Sannleikurinn er sá að margir glíma við þennan vanda og þessi vandi getur verið erfiður viðureignar. Eðli málsins samkvæmt eru einkennin sveiflukennd og ekki má gleyma því að sumir eru hreint ekkert andfúlir en hafa stöðugar áhyggjur af því, jafnvel svo miklar áhyggjur að það jaðrar við þráhyggju. Andfýlan fer engu að síður varla framhjá þeim sem eru í samskiptum við þann sem glímir við mikla andremmu, hvort sem viðkomandi er meðvitaður um það eða ekki, þannig að þeir taka sjálfkrafa eitt eða tvö skref afturábak við slíkar kringumstæður. Andfýluiðnaðurinn, eins og ég hef stundum kallað hann, sem byggir á sölu á tyggigúmmíi, mintum, munnskoli og ýmsum öðrum varningi, er risastór og kemur sem betur fer líklega í veg fyrir félagsleg vandamál og einangrun.Margt kemur til greina Ef við veltum því fyrir okkur hvað það er sem veldur andremmu kemur býsna margt til greina. Flest vitum við að eðlileg og góð tannhirða, notkun á tannþræði og munnskoli kemur í veg fyrir tannskemmdir, hindrar bólgu í tannholdi og rotnun matarleifa milli tannanna. Það er okkur flestum nánast eðlislægt að bursta tennurnar og okkur líður illa ef við gleymum því. Bakteríur í munnholi og meltingarvegi geta valdið lykt og óþægindum ef tannhirða er ekki nógu góð. Andardráttur okkar getur einnig orðið óskemmtilegur við neyslu ákveðinna fæðutegunda, til dæmis hvítlauks og ýmissa annarra lauktegunda, en brennisteinssambönd í þeim falla út í gegnum lungun í kjölfar meltingar og upptöku í blóðið. Öðrum fæðutegundum hefur einnig verið kennt um, til dæmis mjólkurvörum, kryddi, kjöti og þannig mætti lengi telja. Kaffi og áfengi eru vatnslosandi efni sem valda þurrki í slímhúðinni í munninum og betri vaxtarskilyrðum fyrir bakteríur. Ýmis lyf og sjúkdómar geta einnig valdið slíkum þurrki, og vitað er að aukin öndun um munn veldur þurrki, til dæmis hrotur. Jafnvel þó við hrjótum ekki vöknum við flest andfúl vegna minni munnvatnsframleiðslu á nóttunni. Sykursýki, lifrar-, lungna- og nýrnasjúkdómar geta einnig valdið andremmu, auk vélindabakflæðis og hálsbólgu. Reykingar og munntóbaksnotkun valda líka andremmu, og sá fylgikvilli bætist við þá áhættu sem er tekin með neyslu tóbaks. Það getur verið viss þrautaganga að finna út úr því hvað veldur andremmu og það getur jafnvel verið þörf á því að leita læknis sé grunur um sjúkdóm. Í sumum tilvikum er orsökin hins vegar augljós og væri til mikilla þæginda fyrir nánasta umhverfi viðkomandi að láta af þeim löstum sem ég nefndi hér að ofan. Ég myndi því ráðleggja þeim sem glíma við óþægindi af þessum toga, eða þeim sem vilja gefa slíkum aðilum góð ráð, að passa vel upp á vökvabúskapinn sinn, minnka kaffidrykkju, skipta mögulega yfir í koffeinlaust te, lágmarka áfengisneyslu, borða ríkulega af grænmeti og ávöxtum, neyta C- og D-vítamíns og draga úr sætindaáti, sem er bensín fyrir bakteríurnar. Muna að bursta vel tennurnar, nota tannþráð, endurnýja tannburstann og hitta reglulega tannlækninn sinn. En fyrir alla muni hætta að reykja og troða tóbaki í vörina, það er nákvæmlega ekkert hægt að segja eða gera sem réttlætir slíka notkun og eiginlega stórmerkilegt að fólk skuli vísvitandi vilja lykta illa og skapa sér heilsufarsvandamál.