Viðskipti erlent

Verðbólga í þremur prósentum í Kína

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Kínverjar virðast hafa stjórn á verðbólgu hjá sér.
Kínverjar virðast hafa stjórn á verðbólgu hjá sér. Nordicphotos/Getty
Verðbólga var 3,0 prósent í Kína í nóvember, lækkaði um 0,1 prósentustig frá október. Að sögn IFS greiningar er niðurstaðan í takt við spár markaðsaðila sem gerðu ráð fyrir 3,1 prósenti.

„Verðbólgumarkmið seðlabankans í Kína eru 3,5 prósent og er verðbólga því á ásættanlegum stað eins og er. Helsta ástæðan fyrir því að vísitalan hækkaði ekki eins mikið í nóvember líkt og í október er sú að matvælaverð lækkaði,“ segir í umfjöllun IFS.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×