Týnum okkur í sérgæskunni Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Let‘s Get Lost Land er önnur tveggja tillagna sem valdar hafa verið til úrslita í samkeppni um nýtt nafn fyrir Ísland sem Inspired by Iceland efndi til á heimasíðu sinni. Hvers vegna nauðsynlegt þótti að finna nýtt nafn á landið er ekki ljóst en tengist þó eitthvað þeim álitshnekki sem nafnið Ísland varð fyrir í aðdraganda hrunsins, hruninu sjálfu og eftirmálum þess. Ísland er ekki lengur óflekkað og söluvænlegt nafn, því tengjast of margar dökkar hliðar. Let‘s Get Lost, sem útleggst týnum okkur, villumst, látum okkur hverfa, er hins vegar kjörið nafn fyrir þetta litla land þar sem draumar flestra virðast einmitt snúast um að týna sér. Týna sér í græðgi, týna sér í heimtufrekju, týna sér í skítkasti, týna sér í tittlingaskít, týna sér í endalausu þrasi. Segja sig úr lögum við umheiminn og ráfa áttavillt um í þrasþokunni. Aldrei hefur þessi áttavilla verið augljósari en á þessum síðustu dögum fyrir kosningar. Kjósendur flykkjast um þá flokka sem kynda undir villtustu vonunum og skella skollaeyrum við því þótt bent sé á að flest séu loforðin óefnanleg og gylliboðin innantóm. Kjósendur vilja meira fyrir sinn snúð, lægri skuldir, betri vegi, jarðgöng og brýr, betra heilbrigðiskerfi, betra menntakerfi, betri kjör og átakaminna líf. Ofarlega á óskalistanum eru líka lægri skattar, þótt vandséð sé hvernig bæta eigi vegi, sjúkrahús og skóla ef enginn er tilbúinn til að borga sinn skerf í samneysluna. Peningarnir eiga bara að koma eins og aukakrónur Landsbankans um árið, hvaðan eða með hvaða hætti virðist algjört aukaatriði. Kjósendur hegða sér eins og keipakrakkar og heimta sitt gotterí og leikföng hvort sem foreldrarnir eiga fyrir þeim eða ekki. Þeir frambjóðendur sem mestrar hylli njóta virðast hafa áttað sig á þessu strax í upphafi kosningabaráttu. Allur þeirra málflutningur gengur út á loforð sem snúa beint að einstaklingnum. Hvað þú færð í þinn hlut prívat og persónulega, skítt með heildina. Stjórnarflokkarnir þumbast við að reka sinn kosningaáróður út frá því sem þeir hafi gert vel á kjörtímabilinu og leggja áherslu á velferð heildarinnar, en þar sem fólk hefur ekki séð krónunum fjölga í eigin vasa með þeim aðgerðum fellur sú áróðurstækni í grýttan jarðveg. Einstaklingshyggjan og sérgæskan virðist ráða valinu hjá flestum kjósendum. Let‘s Get Lost Land getur líka haft merkinguna látum okkur hverfa úr samfélagi þjóðanna. Felum okkur í eigin þjóðhyggju og rembingi og gleymum því að við erum hluti af stærri heild með þau réttindi og skyldur sem því fylgja. Við erum auðvitað mest og best og þurfum ekkert á öðrum þjóðum að halda. Förum öll á íslenska kúrinn, hættum að taka þátt í stuðningi við vanþróaðri þjóðir, lokum á ESB og lifum hamingjusöm í týnda landinu upp frá því. Let‘s get lost. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun
Let‘s Get Lost Land er önnur tveggja tillagna sem valdar hafa verið til úrslita í samkeppni um nýtt nafn fyrir Ísland sem Inspired by Iceland efndi til á heimasíðu sinni. Hvers vegna nauðsynlegt þótti að finna nýtt nafn á landið er ekki ljóst en tengist þó eitthvað þeim álitshnekki sem nafnið Ísland varð fyrir í aðdraganda hrunsins, hruninu sjálfu og eftirmálum þess. Ísland er ekki lengur óflekkað og söluvænlegt nafn, því tengjast of margar dökkar hliðar. Let‘s Get Lost, sem útleggst týnum okkur, villumst, látum okkur hverfa, er hins vegar kjörið nafn fyrir þetta litla land þar sem draumar flestra virðast einmitt snúast um að týna sér. Týna sér í græðgi, týna sér í heimtufrekju, týna sér í skítkasti, týna sér í tittlingaskít, týna sér í endalausu þrasi. Segja sig úr lögum við umheiminn og ráfa áttavillt um í þrasþokunni. Aldrei hefur þessi áttavilla verið augljósari en á þessum síðustu dögum fyrir kosningar. Kjósendur flykkjast um þá flokka sem kynda undir villtustu vonunum og skella skollaeyrum við því þótt bent sé á að flest séu loforðin óefnanleg og gylliboðin innantóm. Kjósendur vilja meira fyrir sinn snúð, lægri skuldir, betri vegi, jarðgöng og brýr, betra heilbrigðiskerfi, betra menntakerfi, betri kjör og átakaminna líf. Ofarlega á óskalistanum eru líka lægri skattar, þótt vandséð sé hvernig bæta eigi vegi, sjúkrahús og skóla ef enginn er tilbúinn til að borga sinn skerf í samneysluna. Peningarnir eiga bara að koma eins og aukakrónur Landsbankans um árið, hvaðan eða með hvaða hætti virðist algjört aukaatriði. Kjósendur hegða sér eins og keipakrakkar og heimta sitt gotterí og leikföng hvort sem foreldrarnir eiga fyrir þeim eða ekki. Þeir frambjóðendur sem mestrar hylli njóta virðast hafa áttað sig á þessu strax í upphafi kosningabaráttu. Allur þeirra málflutningur gengur út á loforð sem snúa beint að einstaklingnum. Hvað þú færð í þinn hlut prívat og persónulega, skítt með heildina. Stjórnarflokkarnir þumbast við að reka sinn kosningaáróður út frá því sem þeir hafi gert vel á kjörtímabilinu og leggja áherslu á velferð heildarinnar, en þar sem fólk hefur ekki séð krónunum fjölga í eigin vasa með þeim aðgerðum fellur sú áróðurstækni í grýttan jarðveg. Einstaklingshyggjan og sérgæskan virðist ráða valinu hjá flestum kjósendum. Let‘s Get Lost Land getur líka haft merkinguna látum okkur hverfa úr samfélagi þjóðanna. Felum okkur í eigin þjóðhyggju og rembingi og gleymum því að við erum hluti af stærri heild með þau réttindi og skyldur sem því fylgja. Við erum auðvitað mest og best og þurfum ekkert á öðrum þjóðum að halda. Förum öll á íslenska kúrinn, hættum að taka þátt í stuðningi við vanþróaðri þjóðir, lokum á ESB og lifum hamingjusöm í týnda landinu upp frá því. Let‘s get lost.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun