Ég veit það ekki... Charlotte Böving skrifar 11. febrúar 2013 06:00 Oft finnst okkur að við ættum að vita svarið þegar við erum spurð um eitthvað. Okkur finnst við jafnvel hafa svar við öllu. Þar til dag nokkurn, þegar við áttum okkur á því að við vitum ekki allt. Við uppgötvum jafnvel að það er fæst sem við vitum með vissu. Svar jafningjans: „Ég veit það ekki, geturðu rannsakað málið og komið svo og sagt mér svarið?" Svar valdboðans: „Þú þarft ekki að vita það." Svar keppnismanneskjunnar: „Ég veit það, en ég ætla ekki að segja þér það." Það var upplifun þegar ég vann með leikstjóra nokkrum sem svaraði stundum þegar hann var spurður út í þróun uppfærslunnar: „Ég veit það ekki, hvað finnst þér?" Ég sagði það sem mér fannst og hugsaði með mér: Þvílíkt sjálfstraust! Sem leiðtogi var hann nógu öruggur með sig til þess að viðurkenna að hann var ekki alltaf viss – og eiginlega var gaman að vera spurð álits. En um leið gat það verið ergilegt. Hann átti að stýra mér! Mér fannst ég skilin eftir í kaos og fannst að hann ætti að vera sá sem leiddi mig á rétta braut. En hann svaraði því til að hann þekkti ekki leiðina, réttu brautina yrðum við að finna saman – í vinnuferlinu. Og vegna þess að honum þótti það ekki vandamál að vita ekki svarið, heldur var jákvæður og rólegur, vissi ég að mig langaði að fylgja honum. Ég treysti honum. Seinna hef ég lesið um þá aðferð stjórnunar sem hann líklega stundaði (trúlega án þess að gera sér grein fyrir því sjálfur) og ég held að hann hafi beitt þeirri aðferð sem kallast þjónandi forysta. Stjórnunaraðferð sem er byggð meðal annars á tillitssemi og sameiginlegri hugsjón. Í mjög grófum dráttum má stilla upp þessari aðferð sem andstæðu annarra stjórnunarforma: Aðferð valdboðsins: „Ég ræð og ef þú fylgir mér ekki – þá drep ég þig." Aðferð lýðræðisins: „Ég er kjörin(n) til þess að ráða, sem þýðir að ég hef rétt fyrir mér og þú rangt... En þar sem ég get ekki drepið þig, getum við kannski hist í bakherberginu og leitað lausna. – En ekki segja neinum frá því... shhh." Hvorugt þessara stjórnunarforma getur sagt: „Ég veit það ekki – hvað finnst þér?" Það var sagt um Sókrates að hann væri mesti spekingur Aþenu vegna þess að „hann vissi að hann vissi ekki neitt". En hann var líka dæmdur til dauða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Oft finnst okkur að við ættum að vita svarið þegar við erum spurð um eitthvað. Okkur finnst við jafnvel hafa svar við öllu. Þar til dag nokkurn, þegar við áttum okkur á því að við vitum ekki allt. Við uppgötvum jafnvel að það er fæst sem við vitum með vissu. Svar jafningjans: „Ég veit það ekki, geturðu rannsakað málið og komið svo og sagt mér svarið?" Svar valdboðans: „Þú þarft ekki að vita það." Svar keppnismanneskjunnar: „Ég veit það, en ég ætla ekki að segja þér það." Það var upplifun þegar ég vann með leikstjóra nokkrum sem svaraði stundum þegar hann var spurður út í þróun uppfærslunnar: „Ég veit það ekki, hvað finnst þér?" Ég sagði það sem mér fannst og hugsaði með mér: Þvílíkt sjálfstraust! Sem leiðtogi var hann nógu öruggur með sig til þess að viðurkenna að hann var ekki alltaf viss – og eiginlega var gaman að vera spurð álits. En um leið gat það verið ergilegt. Hann átti að stýra mér! Mér fannst ég skilin eftir í kaos og fannst að hann ætti að vera sá sem leiddi mig á rétta braut. En hann svaraði því til að hann þekkti ekki leiðina, réttu brautina yrðum við að finna saman – í vinnuferlinu. Og vegna þess að honum þótti það ekki vandamál að vita ekki svarið, heldur var jákvæður og rólegur, vissi ég að mig langaði að fylgja honum. Ég treysti honum. Seinna hef ég lesið um þá aðferð stjórnunar sem hann líklega stundaði (trúlega án þess að gera sér grein fyrir því sjálfur) og ég held að hann hafi beitt þeirri aðferð sem kallast þjónandi forysta. Stjórnunaraðferð sem er byggð meðal annars á tillitssemi og sameiginlegri hugsjón. Í mjög grófum dráttum má stilla upp þessari aðferð sem andstæðu annarra stjórnunarforma: Aðferð valdboðsins: „Ég ræð og ef þú fylgir mér ekki – þá drep ég þig." Aðferð lýðræðisins: „Ég er kjörin(n) til þess að ráða, sem þýðir að ég hef rétt fyrir mér og þú rangt... En þar sem ég get ekki drepið þig, getum við kannski hist í bakherberginu og leitað lausna. – En ekki segja neinum frá því... shhh." Hvorugt þessara stjórnunarforma getur sagt: „Ég veit það ekki – hvað finnst þér?" Það var sagt um Sókrates að hann væri mesti spekingur Aþenu vegna þess að „hann vissi að hann vissi ekki neitt". En hann var líka dæmdur til dauða.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun