Viðskipti erlent

Lánshæfimat ESB lækkað

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Þorgils
Matsfyrirtækið Standard´s & Poor hefur lækkað lánshæfimat Evrópusambandsins úr hæstu einkunn, AAA. Einkunnin sem ESB fær er AA+, sem þýðir að horfur eru stöðugar. Sagt er frá þessu á vef Washington Post.

 

Fyrirtækið sagði útskýringu lækkunarinnar vera baráttu sambandsins við fjárlög og lækkandi lánshæfi aðildarríkjanna. Lækkun getur þýtt að dýrara verður fyrir þann sem er lækkaður að taka ný lán, en AA+ er enn mjög gott. Talið er að lækkunin muni eingöngu hafa táknræn áhrif.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×