Jaguar og Porsche framúr Lexus á ánægjulista J.D. Power Finnur Thorlacius skrifar 20. nóvember 2013 08:45 Bíleigendur lúxusbíla eru ánægðastir með Jaguar bíla. J.D. Power kannar á hverju ári ánægju bíleigenda og í lúxusbílaflokki er það helst að frétta þetta árið að Jaguar og Porsche hefur velt Lexus í fyrsta sætinu. Efst trónir nú Jaguar með 740 stig af 1.000 mögulegum, Porsche kemur þar næst á eftir með 739 stig og Lexus er nú í þriðja sæti með 737 stig. Hástökkvarinn á listanum þetta árið er Volvo, sem nú skoraði 707 stig, upp um 30 stig. Við það hækkaði Volvo úr 11. sætinu í það 9. J.D. Power gefur einnig út lista fjöldaframleiddra lúxusbíla og þar trónir Mini hæst með 718 stig, en í næsta sæti og talsvert fyrir neðan er Buick með 694 stig. Er þetta fjórða árið sem Mini er á toppi þess lista. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent
J.D. Power kannar á hverju ári ánægju bíleigenda og í lúxusbílaflokki er það helst að frétta þetta árið að Jaguar og Porsche hefur velt Lexus í fyrsta sætinu. Efst trónir nú Jaguar með 740 stig af 1.000 mögulegum, Porsche kemur þar næst á eftir með 739 stig og Lexus er nú í þriðja sæti með 737 stig. Hástökkvarinn á listanum þetta árið er Volvo, sem nú skoraði 707 stig, upp um 30 stig. Við það hækkaði Volvo úr 11. sætinu í það 9. J.D. Power gefur einnig út lista fjöldaframleiddra lúxusbíla og þar trónir Mini hæst með 718 stig, en í næsta sæti og talsvert fyrir neðan er Buick með 694 stig. Er þetta fjórða árið sem Mini er á toppi þess lista.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent