Viðskipti erlent

Varar við annarri heimskreppu

Haraldur Guðmundsson skrifar
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), segir að deilan um hækkun skuldaþaks ríkissjóðs Bandaríkjanna og útgjaldaheimildir ríkisstofnanna geti leitt af sér nýja heimskreppu.

Christine varaði við áhrifum deilunnar á ársfundi AGS um helgina og í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC í gær. Frá þessu er greint á vef BBC.

Bandaríkjaþing hefur frest þangað til á fimmtudag til að hækka skuldaþakið. Ef það næst ekki þá mun bandaríska alríkið standa frammi fyrir greiðslufalli, sem að mati Christine hefði áðurnefnd áhrif.

Forstjóri Alþjóðabankans, Jim Yong Kim, hefur einnig hvatt bandaríska ráðamenn til að leysa deiluna fyrir fimmtudag og varað við alvarlegum afleiðingum.

Fulltrúar demókrata og repúblikana úr öldungadeild Bandaríkjaþings funduðu á laugardag án árangurs. Talið er ólíklegt að deilan leysist fyrir fimmtudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×