Viðskipti erlent

Nýtt æði í New York: Allir æstir í Cronut

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Cronut er nýtt æði í New York.
Cronut er nýtt æði í New York. mynd/afp
Cronut er nýtt æði í New York. Cronut er sætabrauð sem má segja að sé blanda af amerískum kleinuhing og smjördeigshorni. Þekkt í Bandaríkjunum sem doughnut og croissant. Bandaríska fréttasíðan Polycimic segir að um þessar mundir sé Cronut líklega meira virði en gull.

Það er bakaríið Dominique Ansel, í New York, sem  að á heiðurinn af góðgætinu og hóf sölu á því síðasta vor. Langar raðist myndast daglega fyrir utan bakaríið og fólk er mætt allt að tveimur klukkustundum áður en bakaríið opnar á morgnanna. Eftirspurnin er svo mikil að það hafa verið settar strangar reglur þar sem hver og einn getur aðeins keypt tvö stykki af Cronut í einu.

Fyrir stykkið greiðir fólk sem nemur 600 íslenskum krónum sem eru mun hærra verð en fyrir annað góðgæti. Þetta háa verð virðist ekki hafa nein áhrif þar sem Cronuts selst eins og heitar lummur.

Langar raðir hafa myndast fyrir utan bakaríið Dominique Anse.mynd/afp





Fleiri fréttir

Sjá meira


×