Viðskipti erlent

Mánuður í nýjan iPhone?

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Nýr iPhone á markað eftir mánuð?
Nýr iPhone á markað eftir mánuð?
Nýr iPhone kemur á markað 10. september næstkomandi samkvæmt heimildum bandarísku tæknifréttasíðunnar All Things D.

Eitt af því sem símaunnendur bíða hvað spenntastir eftir er hvort að Apple ætli sér að koma með ódýrari iPhone tæki en hingað til. Apple hefur reynt að ná til þeirra notenda sem ekki eru tilbúnir að eyða háum fjárhæðum í síma með því að bjóða eldri iPhone tæki á talsvert lægra verði en þá nýju.

Apple hefur grætt mikið á sölu á iPhone símum en hefur þurft að deila markaðinum með Android símum sem eru seldur á lægra verði en iPhone.  

Nýju símarnir koma til með að keyra á stýrikerfinu iOS 7, sem Apple kynnti á árlegri þróunarráðstefnu fyrr í júní. Apple er þekkt fyrir að kynna nýtt stýrikerfi á þróunarráðstefnunni. Kerfið er svo gefið út tveimur vikum áður en Apple hefur sölu á nýju símtæki.

Nýja stýriforritið verður jafnframt aðgengilegt þeim sem eiga eldri gerðir af iPhone.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×