Viðskipti erlent

Icesave-lögfræðingur lögmaður ársins í Bretlandi

Tim Ward ásamt Össuri eftir sigurinn.
Tim Ward ásamt Össuri eftir sigurinn.
Breska tímaritið The Lawyer hefur útnefnt Tim Ward, málaflutningsmann Íslendinga í Icesave-málinu, sem lögmann ársins. Ástæðan er sigur hans fyrir EFTA dómstólnum.

Í grein um málið segir að Tim Ward sé lögmaður sem sé óhræddur við að bretta upp ermarnar og takast á við stór og flókin mál, sem Icesave-málið var sannarlega.

Þá er einnig vitnað í ummæli Össurar Skarphéðinssonar, þáverandi utanríkisráðherra, sem sagði vörn Tims vera meistaraverk.

The Lawyer er breskt tímarit sem kemur út einu sinni í viku og er fagtímarit lögfræðinga og forstjóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×