Viðskipti erlent

S&P bætir lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna

Matsfyrirtækið Standard &Poor´s (S&P) hefur bætt lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna með því að setja horfur úr neikvæðum og í stöðugar. Einkunnin sjálf er eftir sem áður AA+.

Í áliti S&P segir að líkurnar á því að lánshæfiseinkunnin versni í framtíðinni séu innan við einn á móti þremur. Það sem einkum veldur því að einkunnin fær stöðugar horfur eru auknar skatttekjur hins opinbera og skerf sem stigin hafa verið til að bæta úr skuldavanda landsins til lengri tíma, að því er segir í frétt á Reuters.

Markaðir hafa tekið vel í þessa breyttu stöðu. Gengi dollarans hefur styrkst gagnvart evrunni og jeninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×