Viðskipti erlent

Apple áfram verðmætasta fyrirtæki heimsins

Apple er áfram verðmætasta fyrirtæki heimsins en verðmæti þess er 185 milljarðar dollara. Þetta kemur fram í árlegum lista sem unninn er af WPP og Millward Brown. Apple var einnig efst á listanum í fyrra.

Fjallað er um málið á CNNMoney. Þar kemur fram að tölvufyrirtæki skipa þrjú efstu sæti listans. Næst á eftir Apple kemur Google en verðmæti þess er

114 milljarða dollara og í þriðja sæti er IBM með verðmæti upp á 113 milljarða dollara. Næst á eftir þessum tölvurisum kemur svo hamborgarakeðjan McDonalds með verðmæti upp á 90 milljarða dollaraq og í fimmta sæti er Coca-Cole með verðmæti upp á 78 milljarða dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×