Viðskipti erlent

Dreamliner þotur aftur komnar á loft í Japan

Dreamliner þotur eru aftur komnar á loft í Japan, í fyrsta sinn síðan í janúar þegar allar Dreamliner þotur í heiminum voru kyrrsettar vegna bilunar í rafgeymum þeirra.

Flugfélagið All Nippon flaug fyrstu áætlunarferð sína með Dreamliner þotu eftir kyrrsetninguna í gærkvöldi. Flogið var frá Sapporo til Hanenda flugvallarins í Tókýó. Í frétt á vefsíðu BBC segir að reiknað sé með að allur Dreamliner floti All Nippon verði komin í gagnið þann 1. júní.

All Nippon á 17 slíkar þotur og er raunar stærsti viðskiptavinur Boeing verksmiðjanna hvað Dreamliner þotur varðar. Þriðjungur af öllum Dreamliner þotum sem eru í notkun í heiminum eru hjá All Nippon og félagið hefur þar að auki pantað 36 slíkar þotur í viðbót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×