Viðskipti erlent

Rauðar tölur á helstu mörkuðum, einnig í Kauphöllinni

Rauðar tölur hafa verið ráðandi á helstu mörkuðum Evrópu í dag og reiknað er með að Dow Jones vísitalan lækki einnig þegar markaðurinn á Wall Street fer í gang nú klukkan 14.00. Kauphöllin á Íslandi er ekki undantekning hvað rauðar tölur varðar í dag.

FTSE vísitalan í London hefur lækkað um 1,6% það sem af er degi. Dax vísitalan í Frankfurt hefur lækkað um 1,4% og Cac 40 í París um 1,3%.

Úrvalsvísitalan íslenska hefur lækkað um 0,5% það sem af er degi. Mesta lækkunin hefur orðið á hlutum í Högum eða tæplega 0,9%. Eimskip hefur lækkað um tæp 0,8% og Marel um rúmlega 0,7%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×