Viðskipti erlent

Sýrlenskir tölvuþrjótar réðust á vefsíður Financial Times

Hópur tölvuþrjóta í Sýrlandi stóð fyrir árás á vefsíðu Financial Times í vikulokin. Þeim tókst að brjóta sér leið inn á eina af bloggsíðum blaðsins og fleiri samskiptasíður þess.

Tölvuþrjótar þessir styðja stjórn Assad forseta Sýrlands og kalla sig The Syrian Electronic Army eða Sýrlenska rafræna herinn.

Í frétt um málið á vefsíðu CNNMoney munu þessir tölvuþrjótar hafa skilið eftir skilboð á borð við "Sýrlenski rafræni herinn var hér" og "Þessi síða var hökkuð af Sýrlenska rafræna hernum".

Talsmaður Financial Times segir að nú sé unnið að því að hreinsa út þessi skilaboð af fyrrgreindum vefsíðum blaðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×