Viðskipti erlent

Frumsýningarhelgi Iron Man 3 sú önnur besta í sögunni

Frumsýningarhelgi myndarinnar Iron Man 3 í Bandaríkjunum er sú önnur besta í sögunni hvað tekjur af miðasölu varðar. Alls voru tekjurnar af myndinni ríflega 175 milljónir dollara eða ríflega 20 milljarðar króna.

Myndin var sýnd í yfir 4.200 kvikmyndahúsum vestan hafs. Kannanir sýna að karlmenn voru í meirihluta áhorfenda um helgina eða 61%.

Iron Man 3 velti Harry Potter myndinni Deathly Hallows Part 2 úr öðru sætinu. Myndin var hinsvegar nokkuð frá því að slá aðsóknarmet The Avengers sem eru rúmlega 207 milljónir dollara í tekjur af frumsýningarhelgi í Bandaríkjunum, að því er segir á vefsíðunni Deadline Hollywood.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×