Viðskipti erlent

Verk eftir Cezanne selt á 4,9 milljarða

Eitt af þekktari málverkum Paul Cezanne „Le Pommes“ eða Eplin var selt á 41,6 milljónir dollara eða um 4,9 milljarða króna á uppboði hjá Sotheby´s í New York í gærkvöldi.

Í frétt á Bloomberg segir að verðið hafi verið langt yfir verðmatinu á verkinu sem var á bilinu 25 til 35 milljónir dollara fyrir uppboðið.

Þrír menn buðu í kapp við hvern annan í Eplin, tveir í gegnum síma og einn á staðnum. Einn af þeim sem buðu í gegnum síma var svo með hæsta boð en ekki er vitað hver sá er.

Málverkið er málað á árunum 1889 til 1890 og var í eigu athafnamannsins Alex Lewyt og eiginkonu hans Elísabetar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×