Viðskipti erlent

Verulega dregur úr fjárlagahalla Bandaríkjanna

Fjárlagahallinn í Bandaríkjunum hefur minnkað verulega frá því hann náði hámarki í 10% af landsframleiðslunni árið 2009. Í ár er reiknað með að hallinn verði nær tvöfalt minni eða 5,3% af landsframleiðslunni.

Fjallað er um málið á vefsíðunni CNNMoney. Þar segir að reiknað sé með að hallinn verði kominn niður í 2,4% af landsframleiðslunni árið 2015.

Það eru ýmsir samverkandi þætti sem útskýra þessa bættu stöðu í ríkisfjármálunum vestan hafs. Efnahagur landsins hefur rétt töluvert úr kútnum á síðustu árum, skatttekjur hafa aukist og dregið hefur úr útgjöldum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×