Viðskipti erlent

Ítalir leggja hald á 280 milljarða í Nomura bankanum

Ítölsk stjórnvöld hafa lagt hald á 1,8 milljarða evra eða um 280 milljarða króna í útbúi japanska bankans Nomura á Ítalíu.

Í frétt um málið í New York Times segir að þessi aðgerð tengist erfiðleikum elsta banka heimsins, Monte dei Pachis en Nomura bankinn er grunaður um að hafa aðstoðað Monte dei Pachis við að leyna miklu tapi í bókhaldi sínu. Áður hefur komið fram að Deutsche Bank er einnig grunaður um aðild að málinu.

Fyrir utan fyrrgreinda upphæð sem hald var lagt á hjá Nomura  voru tæplega 10 milljónir evra gerðar upptækar hjá Antonio Vigni fyrrum bankastjóra ítalska bankans og um 2,3 milljónir evra hjá Giuseppe Mussari fyrrum stjórnarformanni bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×