Viðskipti erlent

Microsoft gert að greiða 92 milljarða króna

Fyrir tæpum tveimur áratugum ákvað tæknirisinn Microsoft að dreifa stýrikerfinu Windows með innbyggðum vafra, Internet Explorer. Þessi ákvörðun hefur reynst dýrkeypt. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sektað Microsoft um rúma 92 milljarða króna fyrir að ekki kynnt neytendum í Evrópu aðra vafra en Explorer.



Dómur í málinu féll í dag en meðferð þess hefur dregist verulega á langinn. Árið 2009 var Microsoft sakað um að hafa brotið samkeppnislög með því að hampa eigin vafra. Fyrirtækið, sem hefur um árabil haft ráðandi stöðu á tölvumarkaðinum, brást við með því að leyfa notendum að velja vafra við uppsetningu stýrikerfisins.



Það var síðan árið 2010 sem villa í hugbúnaði Microsoft, nánar tiltekið í uppfærslu á Windows 7 stýrikerfinu, leiddi til þess að notendur fengu ekki að velja eigin vafra. Í kjölfarið var Microsoft stefnt á ný fyrir brot á samkeppnislögum.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×