Viðskipti erlent

ESB sektar Microsoft um rúma 90 milljarða

Evrópusambandið hefur sektað tölvurisann Microsoft um 561 milljón evra eða yfir 90 milljarða króna.

Sektin er vegna þess að Microsoft bauð ekki upp á aðra möguleika á netvöfrum en sinn eigin, það er Internet Explorer, í tölvum sínum.

Árið 2010 sömdu Evrópusambandið um að Microsoft byði neytendum upp á aðra valmöguleika eins og Firefox eða Chrome. Sá möguleiki var síðan felldur út með Windows 7 stýrikerfinu árið 2011. Fyrir það er Microsoft sektað enda talið samkeppnishamlandi hvernig tölvurisinn stóð að málinu.

Microsoft segir að um tæknileg mistök hafi verið að ræða að aðrir valmöguleikar á vöfrum duttu út með nýja stýrikerfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×