Mín innri bóndakona Charlotte Böving skrifar 5. desember 2012 06:00 Um daginn var ég í jóga. Ég nýt þess – mér finnst raunar að jóga ætti að vera fastur liður í leikskólum og skólum og á vinnustöðum: Byrjið daginn á 30 mínútna jóga; smá styrkur, smá teygjur, smá hugleiðsla. Þ.e.a.s. komast í samband við líkama og sál. Ég á mér uppáhaldsjógakennara. Hún er fagmaður fram í fingurgóma, en hún er líka skemmtileg og segir það sem henni liggur á hjarta. Stundum segir hún hluti sem eru ekki pólitískt kórréttir og kemur mér til að hlæja. Stundum segir hún hluti sem ögra. Um daginn ögraði hún mér. Hún sagði: Vertu gyðjan sem þú ert. Réttu úr þér og vertu falleg. Hleyptu gyðjunni innra með þér út. Flestar konur myndu sjálfsagt taka þessu sem jákvæðri hvatningu, vegna þess að í jógaheiminum tengjast gyðjur því að vera í kvenleika sínum, vera vitur, hlusta á innsæi sitt, hafa meiri orku og ástríðu. Hver vill ekki vera þar? En ég bara gat ekki tekið skilaboðin inn. Það eru til gyðju-ilmvötn, gyðju-snyrtistofur, alls konar gyðju-námskeið, m.a. námskeið þar sem þú átt að öðlast gyðju-líkama á 28 dögum. Myndir af slíku eru af vöðvastæltum módelum með flata maga. Í Danmörku er meira að segja til gyðju-skóli, þar sem þú lærir að verða alveg einstök og gyðjuleg. Mig langar ekki að fara í svoleiðis skóla. Í grískri og norrænni goðafræði þjóna gyðjur tilgangi og falla ekki undir kristilega heimssýn okkar á skýr mörk milli góðs og ills. Um Artemis stendur: Hún er í senn góð og miskunnsöm og harðbrjósta og ströng. Um Freyju stendur: Auk ástar og frjósemi tengdist hún dauða, stríði, göldrum, spádómum og ríkidæmi. Kannski langar mig bara ekki að vera gyðja. Kannski langar mig heldur að taka því rólega og lalla um: Lítil og búttuð, aðeins hokin í flatbotna skóm og lopasokkum. Og einbeita mér að verkefnum dagsins, ekki útgeislun minni. Kannski ætti ég að sleppa innri bóndakonunni í mér lausri! Hún þarf ekki að geisla af bjartri kvenorku, vegna þess að hún þarf ekki að selja sjálfa sig og láta taka eftir sér, heldur bara vera hún sjálf, með öllu sem það felur í sér af andstæðum: Stór – lítil, feit – mjó, grá – geislandi, rigningarsöm eða glampandi eins og sólin, horfandi út yfir sjóndeildarhringinn eða ofan í jörðina. Mín innri bóndakona er – kannski ekki svo ólík upprunalegu norrænu eða grísku gyðjunum – rík af andstæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun
Um daginn var ég í jóga. Ég nýt þess – mér finnst raunar að jóga ætti að vera fastur liður í leikskólum og skólum og á vinnustöðum: Byrjið daginn á 30 mínútna jóga; smá styrkur, smá teygjur, smá hugleiðsla. Þ.e.a.s. komast í samband við líkama og sál. Ég á mér uppáhaldsjógakennara. Hún er fagmaður fram í fingurgóma, en hún er líka skemmtileg og segir það sem henni liggur á hjarta. Stundum segir hún hluti sem eru ekki pólitískt kórréttir og kemur mér til að hlæja. Stundum segir hún hluti sem ögra. Um daginn ögraði hún mér. Hún sagði: Vertu gyðjan sem þú ert. Réttu úr þér og vertu falleg. Hleyptu gyðjunni innra með þér út. Flestar konur myndu sjálfsagt taka þessu sem jákvæðri hvatningu, vegna þess að í jógaheiminum tengjast gyðjur því að vera í kvenleika sínum, vera vitur, hlusta á innsæi sitt, hafa meiri orku og ástríðu. Hver vill ekki vera þar? En ég bara gat ekki tekið skilaboðin inn. Það eru til gyðju-ilmvötn, gyðju-snyrtistofur, alls konar gyðju-námskeið, m.a. námskeið þar sem þú átt að öðlast gyðju-líkama á 28 dögum. Myndir af slíku eru af vöðvastæltum módelum með flata maga. Í Danmörku er meira að segja til gyðju-skóli, þar sem þú lærir að verða alveg einstök og gyðjuleg. Mig langar ekki að fara í svoleiðis skóla. Í grískri og norrænni goðafræði þjóna gyðjur tilgangi og falla ekki undir kristilega heimssýn okkar á skýr mörk milli góðs og ills. Um Artemis stendur: Hún er í senn góð og miskunnsöm og harðbrjósta og ströng. Um Freyju stendur: Auk ástar og frjósemi tengdist hún dauða, stríði, göldrum, spádómum og ríkidæmi. Kannski langar mig bara ekki að vera gyðja. Kannski langar mig heldur að taka því rólega og lalla um: Lítil og búttuð, aðeins hokin í flatbotna skóm og lopasokkum. Og einbeita mér að verkefnum dagsins, ekki útgeislun minni. Kannski ætti ég að sleppa innri bóndakonunni í mér lausri! Hún þarf ekki að geisla af bjartri kvenorku, vegna þess að hún þarf ekki að selja sjálfa sig og láta taka eftir sér, heldur bara vera hún sjálf, með öllu sem það felur í sér af andstæðum: Stór – lítil, feit – mjó, grá – geislandi, rigningarsöm eða glampandi eins og sólin, horfandi út yfir sjóndeildarhringinn eða ofan í jörðina. Mín innri bóndakona er – kannski ekki svo ólík upprunalegu norrænu eða grísku gyðjunum – rík af andstæðum.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun