Af hverju "ótækt“? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. október 2012 06:00 Undarleg deila um skólastarf á Tálknafirði komst í hámæli í síðustu viku. Þar var síðastliðið sumar ákveðið að semja við Hjallastefnuna, sem hefur rekið leik- og grunnskóla í nokkrum sveitarfélögum með góðum árangri, um að fyrirtækið tæki að sér rekstur grunnskóla sveitarfélagsins. Þessu var yfirgnæfandi meirihluti foreldra grunnskólabarna á staðnum samþykkur. Í síðasta mánuði sendi svo menntamálaráðuneytið Tálknafjarðarhreppi bréf, þar sem fram kemur að þetta fyrirkomulag sé ólöglegt. Hvert sveitarfélag eigi að reka eigin grunnskóla og lög heimili ekki að sveitarfélag feli einkaaðila að reka eina skóla sveitarfélagsins. Auk þess hafi Hjallastefnan ekki fengið viðurkenningu ráðuneytisins til að reka skólann. Um þessi atriði er ágreiningur; Tálknafjarðarhreppur telur sig hafa farið að lögum og samið við Hjallastefnuna með vitund ráðuneytisins. Og Hjallastefnan nýtur að sjálfsögðu viðurkenningar ráðuneytisins, enda rekur hún marga skóla og enginn efast um að fyrirtækið er vel í stakk búið til að reka Tálknafjarðarskóla. Ef það er hins vegar svo að lög banna að einkaaðili reki eina skólann í sveitarfélagi, eru það vitlaus lög. Þrjá grunnþætti þarf til að reka gott menntakerfi. Í fyrsta lagi þarf að fjármagna skólana, í öðru lagi þarf að reka þá og í þriðja lagi þarf stefnumótun og eftirlit með því að stefnunni, sem kemur fram í lögum og námskrá, sé fylgt. Á Tálknafirði fjármagnar sveitarfélagið skólann áfram og enginn borgar skólagjöld. Opinberir aðilar sjá áfram um stefnumótunina og eftirlitið. Um rekstrarþáttinn geta margir aðrir séð en hið opinbera. Mörg fordæmi eru fyrir því, bæði hér á landi og annars staðar, að hann sé í höndum einkaaðila. Burtséð frá lögunum, sem deilt er um hvort hafi verið brotin, virðast einhver hugmyndafræðileg sjónarmið liggja að baki þeirri meiningu, sem Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, orðaði til dæmis þannig að það væri ?ótækt? og ?ekkert vit? í að fela ?þriðja aðila? allt skólastarf í einu sveitarfélagi. Af hverju ætti það að vera svo? Eru einkafyrirtæki lélegri en opinberir aðilar í að reka skóla? Ekkert bendir til þess. Er það vegna þess að Hjallastefnan vinnur eftir tiltekinni hugmyndafræði og það er ótækt að skikka alla foreldra í sveitarfélaginu til að senda börnin sín í slíkan skóla? Það gætu verið rök í málinu, en þá gleymist að mjög víða er eini skóli sveitarfélagsins einmitt rekinn eftir einhverri sérstakri hugmyndafræði, sem oftast er sprottin úr nýjungagirni og metnaði kennara og skólastjórnenda. Þar er heldur ekkert val, nema fólk vilji setja börnin sín í skóla í öðru sveitarfélagi eins og að minnsta kosti einn Tálknfirðingar ætlar að gera. Æskilegast er náttúrlega að sem mest fjölbreytni ríki í skólastarfi, bæði í stefnum og rekstrarformi, innan þess ramma sem aðalnámskrá hvers skólastigs setur. Um leið er eftirsóknarvert að foreldrar hafi sem mest val um skóla fyrir börn sín þannig að fjölbreytnin nýtist sem bezt, helzt þannig að peningarnir, sem ætlaðir eru til að mennta barn, geti fylgt því á milli skóla. Ætli einhver hins vegar að halda því fram að krakkarnir á Tálknafirði fái verri menntun en áður, af því að nú er það einkafyrirtæki sem heldur utan um reksturinn á skólanum, er sá hinn sami úti að aka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun
Undarleg deila um skólastarf á Tálknafirði komst í hámæli í síðustu viku. Þar var síðastliðið sumar ákveðið að semja við Hjallastefnuna, sem hefur rekið leik- og grunnskóla í nokkrum sveitarfélögum með góðum árangri, um að fyrirtækið tæki að sér rekstur grunnskóla sveitarfélagsins. Þessu var yfirgnæfandi meirihluti foreldra grunnskólabarna á staðnum samþykkur. Í síðasta mánuði sendi svo menntamálaráðuneytið Tálknafjarðarhreppi bréf, þar sem fram kemur að þetta fyrirkomulag sé ólöglegt. Hvert sveitarfélag eigi að reka eigin grunnskóla og lög heimili ekki að sveitarfélag feli einkaaðila að reka eina skóla sveitarfélagsins. Auk þess hafi Hjallastefnan ekki fengið viðurkenningu ráðuneytisins til að reka skólann. Um þessi atriði er ágreiningur; Tálknafjarðarhreppur telur sig hafa farið að lögum og samið við Hjallastefnuna með vitund ráðuneytisins. Og Hjallastefnan nýtur að sjálfsögðu viðurkenningar ráðuneytisins, enda rekur hún marga skóla og enginn efast um að fyrirtækið er vel í stakk búið til að reka Tálknafjarðarskóla. Ef það er hins vegar svo að lög banna að einkaaðili reki eina skólann í sveitarfélagi, eru það vitlaus lög. Þrjá grunnþætti þarf til að reka gott menntakerfi. Í fyrsta lagi þarf að fjármagna skólana, í öðru lagi þarf að reka þá og í þriðja lagi þarf stefnumótun og eftirlit með því að stefnunni, sem kemur fram í lögum og námskrá, sé fylgt. Á Tálknafirði fjármagnar sveitarfélagið skólann áfram og enginn borgar skólagjöld. Opinberir aðilar sjá áfram um stefnumótunina og eftirlitið. Um rekstrarþáttinn geta margir aðrir séð en hið opinbera. Mörg fordæmi eru fyrir því, bæði hér á landi og annars staðar, að hann sé í höndum einkaaðila. Burtséð frá lögunum, sem deilt er um hvort hafi verið brotin, virðast einhver hugmyndafræðileg sjónarmið liggja að baki þeirri meiningu, sem Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, orðaði til dæmis þannig að það væri ?ótækt? og ?ekkert vit? í að fela ?þriðja aðila? allt skólastarf í einu sveitarfélagi. Af hverju ætti það að vera svo? Eru einkafyrirtæki lélegri en opinberir aðilar í að reka skóla? Ekkert bendir til þess. Er það vegna þess að Hjallastefnan vinnur eftir tiltekinni hugmyndafræði og það er ótækt að skikka alla foreldra í sveitarfélaginu til að senda börnin sín í slíkan skóla? Það gætu verið rök í málinu, en þá gleymist að mjög víða er eini skóli sveitarfélagsins einmitt rekinn eftir einhverri sérstakri hugmyndafræði, sem oftast er sprottin úr nýjungagirni og metnaði kennara og skólastjórnenda. Þar er heldur ekkert val, nema fólk vilji setja börnin sín í skóla í öðru sveitarfélagi eins og að minnsta kosti einn Tálknfirðingar ætlar að gera. Æskilegast er náttúrlega að sem mest fjölbreytni ríki í skólastarfi, bæði í stefnum og rekstrarformi, innan þess ramma sem aðalnámskrá hvers skólastigs setur. Um leið er eftirsóknarvert að foreldrar hafi sem mest val um skóla fyrir börn sín þannig að fjölbreytnin nýtist sem bezt, helzt þannig að peningarnir, sem ætlaðir eru til að mennta barn, geti fylgt því á milli skóla. Ætli einhver hins vegar að halda því fram að krakkarnir á Tálknafirði fái verri menntun en áður, af því að nú er það einkafyrirtæki sem heldur utan um reksturinn á skólanum, er sá hinn sami úti að aka.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun