Uppgjörið við frjálshyggjuna Þorsteinn Pálsson skrifar 21. janúar 2012 11:00 Reykjavíkurfélag VG sendi frá sér ályktun í vikunni þar sem sakamálinu gegn Geir Haarde, fyrrum forsætisráðherra, fyrir landsdómi var lýst sem mikilvægum þætti í pólitísku uppgjöri við frjálshyggjuna. Þetta er stærsta félag áhrifamesta stjórnmálaflokks í landinu. Það gefur ályktuninni óneitanlega verulegt vægi. Tilefni ályktunarinnar var að styðja forystu flokksins í átökunum við Ögmund Jónasson. Engin önnur stjórnmálasamtök og engir einstakir stjórnmálamenn sem styðja landsdómsréttarhöldin hafa af jafnmikilli hreinskiptni og sömu einlægni sagt berum orðum að breyta eigi Íslandi í ríki þar sem nota eigi dómstóla til að gera upp pólitískan ágreining. Í lýðræðisríkjum fer uppgjör við stjórnmálastefnur fram í almennum kosningum. Það er pólitískt viðfangsefni að setja refsilög. Hitt er lögfræðilegt verkefni að ákæra, verja og dæma menn á grundvelli laganna. Alþingi hefur tekist að gera slíkt lögfræðilegt viðfangsefni að einhverju heitasta pólitíska átakamáli síðari ára og hefur þó ekki verið skortur á þeim. Ástæðan fyrir því eru þau viðhorf sem bjuggu að baki upphaflegri ákvörðun Alþingis og koma skýrt fram í ályktun Reykjavíkurfélags VG. Ögmundur Jónasson skýrir sinnaskipti sín í landsdómsmálinu með því að hann hafi strax og Samfylkingin ákvað að hlífa eigin flokksmönnum við ákæru fengið á tilfinninguna að málið væri að fá á sig flokkspólitíska mynd. Í reynd gat hann ekki fengið haldbetri rök fyrir tilfinningum sínum en ályktun Reykjavíkurfélags VG. Þó að það hafi ekki verið tilgangur ályktunarinnar hefur hún varpað góðu ljósi á pólitískt eðli landsdómsmálsins.Úrelt lög Lengi hefur verið ljóst þeim sem til þekkja að lögin um landsdóm eru úrelt. Þau eru leifar réttarfars sem ríkti áður en þingræðisskipulagið var viðurkennt. Þrátt fyrir hálfrar aldar gamlar endurbætur á lögunum stríða þau gegn mörgum grundvallarreglum nútíma sakamálaréttarfars. Nokkur óvissa er því um að réttarhöldin sem nú standa samræmist alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum. Þeir sem stóðu að ákvörðun um að nota lögin í fyrsta skipti í sögunni á haustmánuðum 2010 svöruðu gagnrýni af þessu tagi með þeim einfalda útúrsnúningi að fyrst þau stæðu enn í lagasafninu væri einbúið að nota þau. Þetta mikilvæga álitaefni fékkst því ekki rætt. Umræðan í þjóðfélaginu frá þeim tíma og reyndar allur framgangur málsins þar sem tveimur veigamestu ákæruefnunum hefur verið vísað frá dómi ætti að hafa sýnt mönnum fram á að það var misráðið að beita þessum úreltu lögum. Það er því bæði rétt og skylt að vega og meta framhaldið í þessu ljósi og láta á það reyna á ný á Alþingi. Einn af þingmönnum Samfylkingarinnar hefur réttilega vakið athygli á því að tillagan um að breyta fyrri ákvörðun snýst ekki um æru Geirs Haarde. Hann nefndi hins vegar ekki að ástæðan fyrir því er sú að hún snýst um heiður og sóma Alþingis. Þingið er ekki að blanda sér í meðferð máls fyrir dómstóli. Það er einungis að endurmeta eigin ákvörðun. Segja má að Alþingi sé beinlínis skylt að taka málið til endurskoðunar þegar hluti þeirra sem stóðu að upphaflegri ákvörðun hefur efasemdir um að rétt hafi verið farið að. Það myndi gerast ef ákærandinn væri sjálfstæður og óháður. Gallinn við landsdómslögin er sá að ákæruvaldið er í höndum Alþingis en ekki sjálfstæðs saksóknara eins og nútímaréttarfar krefst. Alþingi getur ekki horft framhjá þessum ágalla svo mikill sem hann er.Flótti frá rökræðu Við fyrstu umræðu málsins í gær var flutt frávísunartillaga til þess að koma í veg fyrir þinglega meðferð málsins. Þó að slíkt sé ekki með öllu dæmalaust er það í meira lagi óvenjulegt svo vægt sé til orða tekið. Í raun getur ekkert annað hafa búið að baki frávísunartillögunni en að þeir þingmenn sem hlut eiga að máli treysti sér ekki í málaefnalegar rökræður um forsendur þessa afbrigðilega ákærumáls. Margir þeirra þingmanna sem standa að frávísuninni hafa deilt áhyggjum með þeim sem séð hafa virðingu Alþingis þverra jafnt og þétt vegna flótta undan málefnalegri rökræðu. Nú eru það örlög þessara þingmanna sjálfra að lækka ris Alþingis með slíkum flótta. Málefnaleg rök geta ekki staðið til þess að leggja til að mál sem snýst um grundvallaratriði réttarfars og nútíma mannréttinda fái ekki þinglega meðferð. Með alveg óskiljanlegum hætti hafa forystumenn stjórnarflokkanna litið svo á að þingleg meðferð tillögunnar gæti ógnað stjórnarsamstarfinu. Ekki er unnt að vefengja það mat. En svarið er þetta: Ekkert stjórnarsamstarf er mikilvægara en lýðræðisleg meðferð þeirra mála sem fyrir Alþingi eru lögð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun
Reykjavíkurfélag VG sendi frá sér ályktun í vikunni þar sem sakamálinu gegn Geir Haarde, fyrrum forsætisráðherra, fyrir landsdómi var lýst sem mikilvægum þætti í pólitísku uppgjöri við frjálshyggjuna. Þetta er stærsta félag áhrifamesta stjórnmálaflokks í landinu. Það gefur ályktuninni óneitanlega verulegt vægi. Tilefni ályktunarinnar var að styðja forystu flokksins í átökunum við Ögmund Jónasson. Engin önnur stjórnmálasamtök og engir einstakir stjórnmálamenn sem styðja landsdómsréttarhöldin hafa af jafnmikilli hreinskiptni og sömu einlægni sagt berum orðum að breyta eigi Íslandi í ríki þar sem nota eigi dómstóla til að gera upp pólitískan ágreining. Í lýðræðisríkjum fer uppgjör við stjórnmálastefnur fram í almennum kosningum. Það er pólitískt viðfangsefni að setja refsilög. Hitt er lögfræðilegt verkefni að ákæra, verja og dæma menn á grundvelli laganna. Alþingi hefur tekist að gera slíkt lögfræðilegt viðfangsefni að einhverju heitasta pólitíska átakamáli síðari ára og hefur þó ekki verið skortur á þeim. Ástæðan fyrir því eru þau viðhorf sem bjuggu að baki upphaflegri ákvörðun Alþingis og koma skýrt fram í ályktun Reykjavíkurfélags VG. Ögmundur Jónasson skýrir sinnaskipti sín í landsdómsmálinu með því að hann hafi strax og Samfylkingin ákvað að hlífa eigin flokksmönnum við ákæru fengið á tilfinninguna að málið væri að fá á sig flokkspólitíska mynd. Í reynd gat hann ekki fengið haldbetri rök fyrir tilfinningum sínum en ályktun Reykjavíkurfélags VG. Þó að það hafi ekki verið tilgangur ályktunarinnar hefur hún varpað góðu ljósi á pólitískt eðli landsdómsmálsins.Úrelt lög Lengi hefur verið ljóst þeim sem til þekkja að lögin um landsdóm eru úrelt. Þau eru leifar réttarfars sem ríkti áður en þingræðisskipulagið var viðurkennt. Þrátt fyrir hálfrar aldar gamlar endurbætur á lögunum stríða þau gegn mörgum grundvallarreglum nútíma sakamálaréttarfars. Nokkur óvissa er því um að réttarhöldin sem nú standa samræmist alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum. Þeir sem stóðu að ákvörðun um að nota lögin í fyrsta skipti í sögunni á haustmánuðum 2010 svöruðu gagnrýni af þessu tagi með þeim einfalda útúrsnúningi að fyrst þau stæðu enn í lagasafninu væri einbúið að nota þau. Þetta mikilvæga álitaefni fékkst því ekki rætt. Umræðan í þjóðfélaginu frá þeim tíma og reyndar allur framgangur málsins þar sem tveimur veigamestu ákæruefnunum hefur verið vísað frá dómi ætti að hafa sýnt mönnum fram á að það var misráðið að beita þessum úreltu lögum. Það er því bæði rétt og skylt að vega og meta framhaldið í þessu ljósi og láta á það reyna á ný á Alþingi. Einn af þingmönnum Samfylkingarinnar hefur réttilega vakið athygli á því að tillagan um að breyta fyrri ákvörðun snýst ekki um æru Geirs Haarde. Hann nefndi hins vegar ekki að ástæðan fyrir því er sú að hún snýst um heiður og sóma Alþingis. Þingið er ekki að blanda sér í meðferð máls fyrir dómstóli. Það er einungis að endurmeta eigin ákvörðun. Segja má að Alþingi sé beinlínis skylt að taka málið til endurskoðunar þegar hluti þeirra sem stóðu að upphaflegri ákvörðun hefur efasemdir um að rétt hafi verið farið að. Það myndi gerast ef ákærandinn væri sjálfstæður og óháður. Gallinn við landsdómslögin er sá að ákæruvaldið er í höndum Alþingis en ekki sjálfstæðs saksóknara eins og nútímaréttarfar krefst. Alþingi getur ekki horft framhjá þessum ágalla svo mikill sem hann er.Flótti frá rökræðu Við fyrstu umræðu málsins í gær var flutt frávísunartillaga til þess að koma í veg fyrir þinglega meðferð málsins. Þó að slíkt sé ekki með öllu dæmalaust er það í meira lagi óvenjulegt svo vægt sé til orða tekið. Í raun getur ekkert annað hafa búið að baki frávísunartillögunni en að þeir þingmenn sem hlut eiga að máli treysti sér ekki í málaefnalegar rökræður um forsendur þessa afbrigðilega ákærumáls. Margir þeirra þingmanna sem standa að frávísuninni hafa deilt áhyggjum með þeim sem séð hafa virðingu Alþingis þverra jafnt og þétt vegna flótta undan málefnalegri rökræðu. Nú eru það örlög þessara þingmanna sjálfra að lækka ris Alþingis með slíkum flótta. Málefnaleg rök geta ekki staðið til þess að leggja til að mál sem snýst um grundvallaratriði réttarfars og nútíma mannréttinda fái ekki þinglega meðferð. Með alveg óskiljanlegum hætti hafa forystumenn stjórnarflokkanna litið svo á að þingleg meðferð tillögunnar gæti ógnað stjórnarsamstarfinu. Ekki er unnt að vefengja það mat. En svarið er þetta: Ekkert stjórnarsamstarf er mikilvægara en lýðræðisleg meðferð þeirra mála sem fyrir Alþingi eru lögð.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun