Enn deila þingmenn um virkjanir og vernd - fréttaskýring 12. október 2011 04:00 alþingi Iðnaðarráðherra sagðist efast um að nokkur ríkisstjórn hefði gert jafn mikið í að gera áætlanir um orkunotkun til framtíðar. Einni virkjanaframkvæmd væri nýlokið og þrjár komnar á framkvæmdastig.fréttablaðið/gva jón gunnarsson Hvað vilja þingmenn varðandi virkjanir? Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina á þingi í gær fyrir aðgerðaleysi í virkjanamálum. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var málshefjandi og lagði til grundvallar skýrslu um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar til ársins 2035. Jón sagði að ef framkvæmdastefnu fyrirtækisins væri fylgt ykist hagvöxtur um 1,5 til 2,5 prósent á næsta ári, auk þess sem um það bil 2.000 störf myndu skapast. Virkjanakostirnir sem áætlunin næði til ættu ekki að vera umdeildir, enda lentu þeir allir í nýtingarflokki rammaáætlunar. Ekki væri spurning um hvort þeir væru virkjaðir, heldur hvenær. Málið þoldi enga bið og þegar í stað ætti að stuðla að virkjunum. Jón sagði ljóst að annar stjórnarflokkurinn, Vinstri græn, hefði líf ríkisstjórnarinnar í gíslingu, vegna andstöðu við virkjanir í neðrihluta Þjórsár. Kaupendur væru fyrir hendi, orkan væri fyrir hendi. Það eina sem vantaði væri kjarkur í ríkisstjórninni. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði ekkert óljóst í málinu. Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða, sem hefði verið allt of lengi í smíðum, væri komin í ákveðið ferli. Fráleitt væri að ætla að taka virkjanakosti út úr því ferli, enda væri rammaáætluninni ætlað að skapa umhverfi þar sem hægt væri að lyfta sér upp yfir þær deilur sem klofið hefðu þjóðina í allt of langan tíma. Hún mundi gjörbreyta öllum forsendum til orkunýtingar til lengri tíma. Fjölmargir þingmenn kváðu sér hljóðs í umræðunni og eins og oft áður skiptust skoðanir eftir línum stjórnar og stjórnarandstöðu. Það var þó ekki algilt. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði málshefjanda vilja hunsa rammaáætlunina og fara strax af stað. „Enn einu sinni er verið að dingla lottóvinningum framan í landsmenn á kostnað vandvirkni og umhverfisins.“ Nauðsynlegt væri að vanda umræðuna. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður utan flokka, sagði skýrslu Landsvirkjunar boða byltingarkennda grundvallarhugsun, sem væri ný fyrir marga í sal Alþingis. „Landsvirkjun ætlar sér að selja orkuna, sem hún aflar úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, háu verði.“ Eðlilegt væri að fá sem hæst verð fyrir orkuna. Stjórnarandstæðingar brigsluðu ríkisstjórninni um að standa í vegi fyrir þjóðþrifaframkvæmdum, en stjórnarþingmenn sögðu á móti að krafan um að taka nokkra virkjanakosti út fyrir rammaáætlunina lýsti æðibunugangi. Ljóst er að umræðan í gær er forsmekkur að því sem koma skal þegar þingmenn takast á um flokka rammaáætlunar. Hún er nú í opnu umsagnarferli sem stendur til 12. nóvember. Þá mun tillagan fara fyrir Alþingi og verða unnin áfram í nefndum. Eftir stendur að þingmenn munu þurfa að taka afstöðu til virkjanakosta og verndarsvæða. Rammaáætlunin gæti því reynst ríkisstjórninni óþægur ljár í þúfu. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
jón gunnarsson Hvað vilja þingmenn varðandi virkjanir? Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina á þingi í gær fyrir aðgerðaleysi í virkjanamálum. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var málshefjandi og lagði til grundvallar skýrslu um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar til ársins 2035. Jón sagði að ef framkvæmdastefnu fyrirtækisins væri fylgt ykist hagvöxtur um 1,5 til 2,5 prósent á næsta ári, auk þess sem um það bil 2.000 störf myndu skapast. Virkjanakostirnir sem áætlunin næði til ættu ekki að vera umdeildir, enda lentu þeir allir í nýtingarflokki rammaáætlunar. Ekki væri spurning um hvort þeir væru virkjaðir, heldur hvenær. Málið þoldi enga bið og þegar í stað ætti að stuðla að virkjunum. Jón sagði ljóst að annar stjórnarflokkurinn, Vinstri græn, hefði líf ríkisstjórnarinnar í gíslingu, vegna andstöðu við virkjanir í neðrihluta Þjórsár. Kaupendur væru fyrir hendi, orkan væri fyrir hendi. Það eina sem vantaði væri kjarkur í ríkisstjórninni. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði ekkert óljóst í málinu. Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða, sem hefði verið allt of lengi í smíðum, væri komin í ákveðið ferli. Fráleitt væri að ætla að taka virkjanakosti út úr því ferli, enda væri rammaáætluninni ætlað að skapa umhverfi þar sem hægt væri að lyfta sér upp yfir þær deilur sem klofið hefðu þjóðina í allt of langan tíma. Hún mundi gjörbreyta öllum forsendum til orkunýtingar til lengri tíma. Fjölmargir þingmenn kváðu sér hljóðs í umræðunni og eins og oft áður skiptust skoðanir eftir línum stjórnar og stjórnarandstöðu. Það var þó ekki algilt. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði málshefjanda vilja hunsa rammaáætlunina og fara strax af stað. „Enn einu sinni er verið að dingla lottóvinningum framan í landsmenn á kostnað vandvirkni og umhverfisins.“ Nauðsynlegt væri að vanda umræðuna. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður utan flokka, sagði skýrslu Landsvirkjunar boða byltingarkennda grundvallarhugsun, sem væri ný fyrir marga í sal Alþingis. „Landsvirkjun ætlar sér að selja orkuna, sem hún aflar úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, háu verði.“ Eðlilegt væri að fá sem hæst verð fyrir orkuna. Stjórnarandstæðingar brigsluðu ríkisstjórninni um að standa í vegi fyrir þjóðþrifaframkvæmdum, en stjórnarþingmenn sögðu á móti að krafan um að taka nokkra virkjanakosti út fyrir rammaáætlunina lýsti æðibunugangi. Ljóst er að umræðan í gær er forsmekkur að því sem koma skal þegar þingmenn takast á um flokka rammaáætlunar. Hún er nú í opnu umsagnarferli sem stendur til 12. nóvember. Þá mun tillagan fara fyrir Alþingi og verða unnin áfram í nefndum. Eftir stendur að þingmenn munu þurfa að taka afstöðu til virkjanakosta og verndarsvæða. Rammaáætlunin gæti því reynst ríkisstjórninni óþægur ljár í þúfu. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Skroll-Fréttir Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira