Vinátta Jónína Michaelsdóttir skrifar 24. maí 2011 06:00 Eitt af því dýrmætasta í lífinu er traust og varanleg vinátta. Við veljum okkur ekki foreldra, börn, kennara eða annað samferðafólk. En við veljum sjálf maka og vini og berum ábyrgð á því vali. Vinátta birtist í ýmsum myndum. Aristóteles greindi á milli nytsemisvináttu, ánægjuvináttu og sannrar vináttu, og vissi hvað hann söng. Vinátta sem verður til á bernsku- og uppvaxtarárum býr oft í vitundinni ævina á enda. Þegar við förum í fullorðinsleikinn erum við komin í annan heim. Þar eru margvísleg félagskerfi sem við stöldrum mislengi í. Góð vinátta getur myndast hjá fólki sem á samleið um tíma, til dæmis í í framhaldsnámi, á vinnustöðum, í íþróttum eða í tengslum við önnur áhugamál. Þegar leiðir skilja er það gjarnan með fyrirheitum um að vera áfram í sambandi. Oftar en ekki dregur úr því með tímanum og fólk kemst á viðverðumendilegaðfarahittast stigið.Væntumþykjan er enn fyrir hendi, en gömlu vinirnir passa kannski ekki inn í nýja félagskerfið. SamskiptiSú vinátta sem birtist í því að fólk hittist einu sinni á ári, þó að það eigi bíl og búi í sama kjördæmi, getur verið alveg jafn djúp og traust og hin sem hlúð er að á annan hátt. En hún er ekki virk nema í vitundinni. Eftir að bæði kynin urðu fyrirvinnur og börnin í umsjá annarra alla virka daga, urðu frístundir og samvera fjölskyldunnar dýrmætari. Í dag er algengt að vinátta milli foreldra og barna sé á þann veg, að þegar afkomendurnir eru komnir með eigin fjölskyldu, verða þau bestu vinir foreldranna. Og í þó nokkrum tilvikum það fólk sem þeir verja öllum frístundum með. Eðlilega. Í dag verður maður var við, að fyrir utan stóru klúbbana, Rotary, Lions og golfklúbbana, eru litlir hópar af báðum kynjum að hittast reglulega um allan bæ. Sumir hafa gert það í ár eða áratugi, aðrir skemur. Sameiginleg áhugamál og samstaða gegnum árin eru gjarnan kveikjan að slíkum hópum og límið í þeim. Það merkilega er, að þaðan sem ég stend, þá virðast þetta fyrst og fremst vera karlahópar. Það er líka athyglisvert, að fólk í dag er orðið eins og Bretarnir, sem virðast ekki mikið fyrir að fá fólk heim til sín. Vill hitta það á pöbbinum. Og hér er þetta að verða raunin. Aldavinir af báðum kynjum vilja helst hittast á veitingastöðum. Þess utan eru samskipti annaðhvort á netinu eða með símaskilaboðum. Og ekkert við það að athuga. Þetta er nútíminn. En það eru til undantekningar. Til dæmis konur á níræðisaldri sem láta sér ekki nægja samskipti gegnum tölvur og síma. VinkonuklúbburinnÉg vona að sem flestir hafi lesið viðtal Önnu Kristine í Fréttatímanum við konurnar sem hafa hist vikulega í hádeginu í sextíu og fimm ár. Voru saman í Verslunarskólanum á sínum tíma og urðu ævivinkonur. Stofnuðu vinkonuklúbb, hittust framan af heima hjá hver annarri en færðu síðar selskapinn yfir á kaffihús eða matsölustað. Þetta voru sjö hressar og klárar konur og greinilega framtakssamar í betra lagi. Tvær eru látnar, ein er á elliheimili, en fjórar flottar voru mættar á veitingastaðinn Vox til að tala við blaðamanninn. Auk hádegisfundanna hafa þær ferðast víða um heim saman og hittast gjarnan í sumarbústað einnar þeirra. Þetta er semsagt hægt, ef viljinn og framtakssemin er fyrir hendi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Eitt af því dýrmætasta í lífinu er traust og varanleg vinátta. Við veljum okkur ekki foreldra, börn, kennara eða annað samferðafólk. En við veljum sjálf maka og vini og berum ábyrgð á því vali. Vinátta birtist í ýmsum myndum. Aristóteles greindi á milli nytsemisvináttu, ánægjuvináttu og sannrar vináttu, og vissi hvað hann söng. Vinátta sem verður til á bernsku- og uppvaxtarárum býr oft í vitundinni ævina á enda. Þegar við förum í fullorðinsleikinn erum við komin í annan heim. Þar eru margvísleg félagskerfi sem við stöldrum mislengi í. Góð vinátta getur myndast hjá fólki sem á samleið um tíma, til dæmis í í framhaldsnámi, á vinnustöðum, í íþróttum eða í tengslum við önnur áhugamál. Þegar leiðir skilja er það gjarnan með fyrirheitum um að vera áfram í sambandi. Oftar en ekki dregur úr því með tímanum og fólk kemst á viðverðumendilegaðfarahittast stigið.Væntumþykjan er enn fyrir hendi, en gömlu vinirnir passa kannski ekki inn í nýja félagskerfið. SamskiptiSú vinátta sem birtist í því að fólk hittist einu sinni á ári, þó að það eigi bíl og búi í sama kjördæmi, getur verið alveg jafn djúp og traust og hin sem hlúð er að á annan hátt. En hún er ekki virk nema í vitundinni. Eftir að bæði kynin urðu fyrirvinnur og börnin í umsjá annarra alla virka daga, urðu frístundir og samvera fjölskyldunnar dýrmætari. Í dag er algengt að vinátta milli foreldra og barna sé á þann veg, að þegar afkomendurnir eru komnir með eigin fjölskyldu, verða þau bestu vinir foreldranna. Og í þó nokkrum tilvikum það fólk sem þeir verja öllum frístundum með. Eðlilega. Í dag verður maður var við, að fyrir utan stóru klúbbana, Rotary, Lions og golfklúbbana, eru litlir hópar af báðum kynjum að hittast reglulega um allan bæ. Sumir hafa gert það í ár eða áratugi, aðrir skemur. Sameiginleg áhugamál og samstaða gegnum árin eru gjarnan kveikjan að slíkum hópum og límið í þeim. Það merkilega er, að þaðan sem ég stend, þá virðast þetta fyrst og fremst vera karlahópar. Það er líka athyglisvert, að fólk í dag er orðið eins og Bretarnir, sem virðast ekki mikið fyrir að fá fólk heim til sín. Vill hitta það á pöbbinum. Og hér er þetta að verða raunin. Aldavinir af báðum kynjum vilja helst hittast á veitingastöðum. Þess utan eru samskipti annaðhvort á netinu eða með símaskilaboðum. Og ekkert við það að athuga. Þetta er nútíminn. En það eru til undantekningar. Til dæmis konur á níræðisaldri sem láta sér ekki nægja samskipti gegnum tölvur og síma. VinkonuklúbburinnÉg vona að sem flestir hafi lesið viðtal Önnu Kristine í Fréttatímanum við konurnar sem hafa hist vikulega í hádeginu í sextíu og fimm ár. Voru saman í Verslunarskólanum á sínum tíma og urðu ævivinkonur. Stofnuðu vinkonuklúbb, hittust framan af heima hjá hver annarri en færðu síðar selskapinn yfir á kaffihús eða matsölustað. Þetta voru sjö hressar og klárar konur og greinilega framtakssamar í betra lagi. Tvær eru látnar, ein er á elliheimili, en fjórar flottar voru mættar á veitingastaðinn Vox til að tala við blaðamanninn. Auk hádegisfundanna hafa þær ferðast víða um heim saman og hittast gjarnan í sumarbústað einnar þeirra. Þetta er semsagt hægt, ef viljinn og framtakssemin er fyrir hendi.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun