Nýir tímar - ný tækifæri Jónína Michaelsdóttir skrifar 12. apríl 2011 06:00 Þegar einar dyr lokast, opnast aðrar. En oft mænum við svo lengi með eftirsjá á lokuðu dyrnar, að við komum ekki auga á þær dyr sem standa okkur opnar.“ Þetta er haft eftir Alexander Graham Bell og hittir beint í mark. Það er margt verra en að hafa þessa áminningu bak við eyrað á vegferðinni. Á næstu misserum og árum þurfum við að skoða án fordóma allar þær dyr sem standa okkur opnar. Stjórnmál og atvinnulíf eru á vissan hátt í umpólun. Kreppan rændi okkur fjármunum, trausti og öryggi, en hún kom okkur niður á jörðina. Hvaða gildismat væri hér í mestum metum ef ekkert hefði breyst? Sú lexía var að vísu óhóflega dýr, en hún bjargaði gildismati og lífsháttum sem voru í útrýmingarhættu: Til dæmis raunsæi, hófsemi, nægjusemi, ættjarðarást, heiðarleika og samvistagleði. Við eigum ekki að gleyma hvaðan við komum og hver við erum. Við eigum að þekkja og virða ræturnar. Það tekur okkur kannski tíma að skipta um mold á þeim, en sú tækni sem gerir öllum kleift að ná í þær upplýsingar sem hann sækist eftir, og aðgang að því sem er að gerast frá degi til dags hvar sem er í heiminum, hlýtur að breyta bæði stjórnmálum og viðskiptalífi. Þó að maðurinn sé alltaf og alls staðar eins, þá mótast hann af umhverfi sínu og möguleikum. Ég held að við séum ekki alltaf með nægilega opinn huga. Við höfum tilhneigingu til að fara fram úr okkur eða ríghalda í fortíðina. Áttu ekki föðurætt?Við höfum ekki alltaf vald á skoðunum okkar. Stundum breytast þær í áráttu og þá hafa þær vald yfir okkur. Í annan tíma erum við kannski úti á þekju án þess að vita af því. Sjálf fékk ég á sínum tíma ágæta áminningu um slíkt meðvitundarleysi. Nánustu aðstandendur mínir í móðurætt urðu ekki langlífir, þegar ég var að vaxa úr grasi, og flestir dóu skyndilega í dagsins önn. Engar kvalir eða sjúkrahúsvist. Kannski verkur fyrir brjósti og lyf við því. Þetta gerði það að verkum að manni fannst einboðið að gera ekki ráð fyrir elliárum, og ekkert við því að segja. Eina sem maður stefndi að var að koma sjálfur börnum sínum til manns. Síðan liðu árin og allt með felldu. Dag nokkurn hringdi ein af systrum mínum í mig og kvaðst hafa verið í skoðun í Hjartavernd. Þar var henni sagt að systkini með svona fjölskyldusögu ættu að láta fylgjast með sér, Ég fór því og lét líta á mig. Að skoðun lokinni spurði læknirinn hvað hefði rekið mig til að panta skoðun í Hjartavernd. Ég sagði sem var að mér hefði verið bent á að gera það út af móðurættinni minni. Læknirinn horfði á mig og spurði þurrlega: Áttu ekki föðurætt?!“ Einhverjum þótti þetta nokkuð bratt hjá lækninum, en mér fannst það meira en gott. Frábært. Hafði aldrei horft til föðurættarinnar í þessu efni þó að þær dyr væru opnar upp á gátt. Stóri systrahópurinn sem lífið lék ekki alltaf við, en það kom ekki í veg fyrir það að þær léku sér við lífið. Heldur betur. Flestar duglegar, æðrulausar, fróðleiksfúsar, en fyrst og fremst glaðar og alltaf stutt í sönginn. Lifðu vel og lengi. Bæði húsmæðurnar og verkakonurnar. Tvær fóru saman í ferðir til Norðurlanda og Kanada á níræðis- og tíræðisaldri, drukku í sig menningu þessara landa og nutu þess í botn. Það gæti því verið býsna bjart fram undan hjá okkur systrunum. Hver veit. Skoðanafrelsi og vakandi vitundMargir eru þeirrar gerðar að þeir eiga beinlínis erfitt með að skipta um skoðun, finnst það vera í ætt við niðurlægingu að hafa ekki á réttu að standa. Það er náttúrulega kross sem menn kjósa sjálfir að bera. Hitt er frelsi. Hvað sem í skerst á næstu misserum, þá finnst manni einboðið að marga hluti þurfi að hugsa upp á nýtt. Og þá er gott að vera ekki eins fastur í farinu eins og við systurnar vorum í móðurættinni. Vera með vakandi vitund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Þegar einar dyr lokast, opnast aðrar. En oft mænum við svo lengi með eftirsjá á lokuðu dyrnar, að við komum ekki auga á þær dyr sem standa okkur opnar.“ Þetta er haft eftir Alexander Graham Bell og hittir beint í mark. Það er margt verra en að hafa þessa áminningu bak við eyrað á vegferðinni. Á næstu misserum og árum þurfum við að skoða án fordóma allar þær dyr sem standa okkur opnar. Stjórnmál og atvinnulíf eru á vissan hátt í umpólun. Kreppan rændi okkur fjármunum, trausti og öryggi, en hún kom okkur niður á jörðina. Hvaða gildismat væri hér í mestum metum ef ekkert hefði breyst? Sú lexía var að vísu óhóflega dýr, en hún bjargaði gildismati og lífsháttum sem voru í útrýmingarhættu: Til dæmis raunsæi, hófsemi, nægjusemi, ættjarðarást, heiðarleika og samvistagleði. Við eigum ekki að gleyma hvaðan við komum og hver við erum. Við eigum að þekkja og virða ræturnar. Það tekur okkur kannski tíma að skipta um mold á þeim, en sú tækni sem gerir öllum kleift að ná í þær upplýsingar sem hann sækist eftir, og aðgang að því sem er að gerast frá degi til dags hvar sem er í heiminum, hlýtur að breyta bæði stjórnmálum og viðskiptalífi. Þó að maðurinn sé alltaf og alls staðar eins, þá mótast hann af umhverfi sínu og möguleikum. Ég held að við séum ekki alltaf með nægilega opinn huga. Við höfum tilhneigingu til að fara fram úr okkur eða ríghalda í fortíðina. Áttu ekki föðurætt?Við höfum ekki alltaf vald á skoðunum okkar. Stundum breytast þær í áráttu og þá hafa þær vald yfir okkur. Í annan tíma erum við kannski úti á þekju án þess að vita af því. Sjálf fékk ég á sínum tíma ágæta áminningu um slíkt meðvitundarleysi. Nánustu aðstandendur mínir í móðurætt urðu ekki langlífir, þegar ég var að vaxa úr grasi, og flestir dóu skyndilega í dagsins önn. Engar kvalir eða sjúkrahúsvist. Kannski verkur fyrir brjósti og lyf við því. Þetta gerði það að verkum að manni fannst einboðið að gera ekki ráð fyrir elliárum, og ekkert við því að segja. Eina sem maður stefndi að var að koma sjálfur börnum sínum til manns. Síðan liðu árin og allt með felldu. Dag nokkurn hringdi ein af systrum mínum í mig og kvaðst hafa verið í skoðun í Hjartavernd. Þar var henni sagt að systkini með svona fjölskyldusögu ættu að láta fylgjast með sér, Ég fór því og lét líta á mig. Að skoðun lokinni spurði læknirinn hvað hefði rekið mig til að panta skoðun í Hjartavernd. Ég sagði sem var að mér hefði verið bent á að gera það út af móðurættinni minni. Læknirinn horfði á mig og spurði þurrlega: Áttu ekki föðurætt?!“ Einhverjum þótti þetta nokkuð bratt hjá lækninum, en mér fannst það meira en gott. Frábært. Hafði aldrei horft til föðurættarinnar í þessu efni þó að þær dyr væru opnar upp á gátt. Stóri systrahópurinn sem lífið lék ekki alltaf við, en það kom ekki í veg fyrir það að þær léku sér við lífið. Heldur betur. Flestar duglegar, æðrulausar, fróðleiksfúsar, en fyrst og fremst glaðar og alltaf stutt í sönginn. Lifðu vel og lengi. Bæði húsmæðurnar og verkakonurnar. Tvær fóru saman í ferðir til Norðurlanda og Kanada á níræðis- og tíræðisaldri, drukku í sig menningu þessara landa og nutu þess í botn. Það gæti því verið býsna bjart fram undan hjá okkur systrunum. Hver veit. Skoðanafrelsi og vakandi vitundMargir eru þeirrar gerðar að þeir eiga beinlínis erfitt með að skipta um skoðun, finnst það vera í ætt við niðurlægingu að hafa ekki á réttu að standa. Það er náttúrulega kross sem menn kjósa sjálfir að bera. Hitt er frelsi. Hvað sem í skerst á næstu misserum, þá finnst manni einboðið að marga hluti þurfi að hugsa upp á nýtt. Og þá er gott að vera ekki eins fastur í farinu eins og við systurnar vorum í móðurættinni. Vera með vakandi vitund.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun