Ungur að eilífu Bergþór Bjarnason skrifar 11. janúar 2011 06:00 Sumir hafa kannski vonast eftir bótoxgjafabréfi frá jólasveininum eða andlitslyftingu og eru vonsviknir yfir að hafa ekki fengið eða hafa hugsað sér að byrja nýja árið á því að leggja í stórvægilegar viðgerðir á framhliðinni. Áður en út í það er farið er þó rétt að staldra aðeins við og hugleiða hvort þetta sé nú nauðsynlegt og hver áhættan er, því árangurinn er ekki alltaf eins og vonast er eftir í upphafi og erfitt að snúa við blaðinu ef illa fer. Nú segir svo frá að þessi tíska sé á undanhaldi. Meira að segja í Hollywood vilja leikstjórar ekki lengur leikkonur sem geta ekki sýnt eðlileg svipbrigði vegna bótox í andlitinu á þeim. Sú er nefnilega náttúra þessa efnis að lama vöðva og eftir því sem magnið er meira, því erfiðara er að hreyfa andlitsvöðvana eðlilega. Í dag er það afturhvarf til hins náttúrulega sem gildir eða þá að þær aðgerðir sem gerðar eru sjáist helst ekki. Þetta á til dæmis við um leiseraðgerðir (e. peeling) sem felast í því að húðin er meðhöndluð með þeim hætti að efstu lög hennar fara af.Náttúruleg fegurð er nú tekin fram yfir þá gervilegu. Svo er auðvitað hægt að halda sig við hrukkukremin, sem ekki eru eins róttæk fegrunaraðgerð, en því miður er það ekki alltaf hættulaust. Nú segja umhverfissinnar þau uppfull af óæskilegum eða jafnvel eitruðum efnum sem safnist fyrir í líkamanum. Að auki hafa þau lítil sem engin áhrif á öldrun húðarinnar eða hrukkumyndun að sögn sumra, þrátt fyrir að verða sífellt dýrari vegna þess að þau innihalda ný og áður óþekkt áhrifarík efni. Hins vegar segja hinir sömu fræðingar að best sé að nota olíur eins og Argane sem taka á inn eins og lýsið, eina matskeið á dag, en hún er rík af andoxunarefnum. Talandi um lýsið, þá er það einnig talið gott fyrir húðina. Ég hitti einu sinni franska leikkonu sem sagði íslenskar konur svo unglegar af því að þær tækju inn lýsi. Einnig má nefna Rosier muscat (Rosa rubiginosa) en hana á að bera á hrukkurnar, til dæmis undir augun. Hún er hins vegar lengi að fara inn í húðina og betra að nota hana á kvöldin. Eins má nefna te gert úr Rooibos sem er drukkið heitt og á að viðhalda æskublómanum. Á endanum er það því innri fegurðin sem þykir best, í yngingarfræðum eins og öðru, í báðum merkingum þeirra orða. bergb75@free.fr Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþór Bjarnason Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Sumir hafa kannski vonast eftir bótoxgjafabréfi frá jólasveininum eða andlitslyftingu og eru vonsviknir yfir að hafa ekki fengið eða hafa hugsað sér að byrja nýja árið á því að leggja í stórvægilegar viðgerðir á framhliðinni. Áður en út í það er farið er þó rétt að staldra aðeins við og hugleiða hvort þetta sé nú nauðsynlegt og hver áhættan er, því árangurinn er ekki alltaf eins og vonast er eftir í upphafi og erfitt að snúa við blaðinu ef illa fer. Nú segir svo frá að þessi tíska sé á undanhaldi. Meira að segja í Hollywood vilja leikstjórar ekki lengur leikkonur sem geta ekki sýnt eðlileg svipbrigði vegna bótox í andlitinu á þeim. Sú er nefnilega náttúra þessa efnis að lama vöðva og eftir því sem magnið er meira, því erfiðara er að hreyfa andlitsvöðvana eðlilega. Í dag er það afturhvarf til hins náttúrulega sem gildir eða þá að þær aðgerðir sem gerðar eru sjáist helst ekki. Þetta á til dæmis við um leiseraðgerðir (e. peeling) sem felast í því að húðin er meðhöndluð með þeim hætti að efstu lög hennar fara af.Náttúruleg fegurð er nú tekin fram yfir þá gervilegu. Svo er auðvitað hægt að halda sig við hrukkukremin, sem ekki eru eins róttæk fegrunaraðgerð, en því miður er það ekki alltaf hættulaust. Nú segja umhverfissinnar þau uppfull af óæskilegum eða jafnvel eitruðum efnum sem safnist fyrir í líkamanum. Að auki hafa þau lítil sem engin áhrif á öldrun húðarinnar eða hrukkumyndun að sögn sumra, þrátt fyrir að verða sífellt dýrari vegna þess að þau innihalda ný og áður óþekkt áhrifarík efni. Hins vegar segja hinir sömu fræðingar að best sé að nota olíur eins og Argane sem taka á inn eins og lýsið, eina matskeið á dag, en hún er rík af andoxunarefnum. Talandi um lýsið, þá er það einnig talið gott fyrir húðina. Ég hitti einu sinni franska leikkonu sem sagði íslenskar konur svo unglegar af því að þær tækju inn lýsi. Einnig má nefna Rosier muscat (Rosa rubiginosa) en hana á að bera á hrukkurnar, til dæmis undir augun. Hún er hins vegar lengi að fara inn í húðina og betra að nota hana á kvöldin. Eins má nefna te gert úr Rooibos sem er drukkið heitt og á að viðhalda æskublómanum. Á endanum er það því innri fegurðin sem þykir best, í yngingarfræðum eins og öðru, í báðum merkingum þeirra orða. bergb75@free.fr
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun