Tímabær þjóðaröryggisstefna Ólafur Stephensen skrifar 13. apríl 2011 09:00 Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi tillögu um skipan nefndar allra þingflokka, sem á að móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Össur sagði í Fréttablaðinu í gær að markmið hans væri að ná þverpólitískri samstöðu um slíka stefnu, þannig að breytingar þyrftu ekki að verða á henni þótt skipt væri um ríkisstjórn. Þessi stefnumótun er fullkomlega tímabær. Íslenzk stjórnvöld hafa vanrækt alltof lengi að móta sjálf þjóðaröryggisstefnu, þótt eitt af grunnhlutverkum sérhvers ríkis sé að tryggja öryggi borgaranna, eins og utanríkisráðherrann bendir réttilega á. Í löngu varnarsamstarfi við Bandaríkin voru varnar- og öryggismálin útvistuð og Ísland lét hjá líða að byggja upp eigin sérþekkingu og getu til stefnumótunar. Afleiðingin var sú að þegar aðstæður á alþjóðavettvangi höfðu gjörbreytzt og þörf var á allt annars konar vörnum og viðbúnaði en í kalda stríðinu ríghéldu íslenzk stjórnvöld áfram í úreltar hugmyndir um að fjórar orrustuþotur væru alfa og omega íslenzkra varnarmála, í stað þess að ræða við Bandaríkin og önnur nágranna- og vinaríki um það hvernig væri hægt að bregðast í sameiningu við margvíslegum nýjum ógnum. Það var ekki fyrr en varnarliðið var farið og Ísland stóð uppi án varnarviðbúnaðar og stefnumótunar í öryggismálum að byrjað var að nálgast þessi mál á nýjum forsendum. Liður í því var skýrsla svokallaðrar hættumatsnefndar utanríkisráðherra, sem skilaði skýrslu árið 2009 og ýmsum tillögum sem nefnd Alþingis þarf að taka afstöðu til. Í kalda stríðinu voru varnar- og öryggismálin eitt helzta bitbein íslenzkra stjórnmála. Gera má ráð fyrir að nú verði að mörgu leyti auðveldara að ná þverpólitískri samstöðu um þjóðaröryggisstefnu, ekki sízt vegna þess að öryggishugtakið hefur víkkað og hernaðarþátturinn vegur þar miklu minna en áður. Stjórnmálaflokkarnir eru nokkuð sammála um að bregðast þurfi við mengunarhættu, hryðjuverkaógn, skipulagðri glæpastarfsemi, netglæpum og fleiri ógnum sem eru fylgifiskur nýs alþjóðaumhverfis. Þó má búast við deilum um það sem snýr að hervörnum landsins. Össur Skarphéðinsson segir réttilega að hernaðarógn steðji ekki að okkar heimshluta. Það þýðir ekki að vanrækja eigi hernaðarþátt varnanna. Það er til dæmis ekki skynsamlegt að skapa hér á Norður-Atlantshafinu hernaðarlegt tómarúm, sem einhver gæti séð sér hag í að fylla. Meðal annars þess vegna er loftrýmisgæzlan, sem aðildarríki Atlantshafsbandalagsins sinna hér á landi nokkrum sinnum á ári, nauðsynleg. Eitt af því sem bíður þjóðaröryggisnefndarinnar er að tryggja að nægjanleg þekking sé til staðar um þjóðaröryggismál hjá borgaralegum stofnunum, eins og það er orðað. Þetta er eitt mikilvægasta verkefni nefndarinnar. Þótt við séum herlaust land getum við ekki verið án stofnana sem hafa sérþekkingu á öryggis- og varnarmálum. Þær eigum við ekki í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi tillögu um skipan nefndar allra þingflokka, sem á að móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Össur sagði í Fréttablaðinu í gær að markmið hans væri að ná þverpólitískri samstöðu um slíka stefnu, þannig að breytingar þyrftu ekki að verða á henni þótt skipt væri um ríkisstjórn. Þessi stefnumótun er fullkomlega tímabær. Íslenzk stjórnvöld hafa vanrækt alltof lengi að móta sjálf þjóðaröryggisstefnu, þótt eitt af grunnhlutverkum sérhvers ríkis sé að tryggja öryggi borgaranna, eins og utanríkisráðherrann bendir réttilega á. Í löngu varnarsamstarfi við Bandaríkin voru varnar- og öryggismálin útvistuð og Ísland lét hjá líða að byggja upp eigin sérþekkingu og getu til stefnumótunar. Afleiðingin var sú að þegar aðstæður á alþjóðavettvangi höfðu gjörbreytzt og þörf var á allt annars konar vörnum og viðbúnaði en í kalda stríðinu ríghéldu íslenzk stjórnvöld áfram í úreltar hugmyndir um að fjórar orrustuþotur væru alfa og omega íslenzkra varnarmála, í stað þess að ræða við Bandaríkin og önnur nágranna- og vinaríki um það hvernig væri hægt að bregðast í sameiningu við margvíslegum nýjum ógnum. Það var ekki fyrr en varnarliðið var farið og Ísland stóð uppi án varnarviðbúnaðar og stefnumótunar í öryggismálum að byrjað var að nálgast þessi mál á nýjum forsendum. Liður í því var skýrsla svokallaðrar hættumatsnefndar utanríkisráðherra, sem skilaði skýrslu árið 2009 og ýmsum tillögum sem nefnd Alþingis þarf að taka afstöðu til. Í kalda stríðinu voru varnar- og öryggismálin eitt helzta bitbein íslenzkra stjórnmála. Gera má ráð fyrir að nú verði að mörgu leyti auðveldara að ná þverpólitískri samstöðu um þjóðaröryggisstefnu, ekki sízt vegna þess að öryggishugtakið hefur víkkað og hernaðarþátturinn vegur þar miklu minna en áður. Stjórnmálaflokkarnir eru nokkuð sammála um að bregðast þurfi við mengunarhættu, hryðjuverkaógn, skipulagðri glæpastarfsemi, netglæpum og fleiri ógnum sem eru fylgifiskur nýs alþjóðaumhverfis. Þó má búast við deilum um það sem snýr að hervörnum landsins. Össur Skarphéðinsson segir réttilega að hernaðarógn steðji ekki að okkar heimshluta. Það þýðir ekki að vanrækja eigi hernaðarþátt varnanna. Það er til dæmis ekki skynsamlegt að skapa hér á Norður-Atlantshafinu hernaðarlegt tómarúm, sem einhver gæti séð sér hag í að fylla. Meðal annars þess vegna er loftrýmisgæzlan, sem aðildarríki Atlantshafsbandalagsins sinna hér á landi nokkrum sinnum á ári, nauðsynleg. Eitt af því sem bíður þjóðaröryggisnefndarinnar er að tryggja að nægjanleg þekking sé til staðar um þjóðaröryggismál hjá borgaralegum stofnunum, eins og það er orðað. Þetta er eitt mikilvægasta verkefni nefndarinnar. Þótt við séum herlaust land getum við ekki verið án stofnana sem hafa sérþekkingu á öryggis- og varnarmálum. Þær eigum við ekki í dag.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun