Samsærið gegn Íslendingum Guðmundur Andri Thorsson skrifar 28. febrúar 2011 09:07 Við tölum af áfergju um bílalán og eignarhaldsfélög. Bensínverðið er hrífandi umræðuefni og stjórnlagaþingsklúðrið býður upp á þrotlausar vangaveltur – við höfum yfirleitt unun af því að tala um allt sem viðkemur peningum og lögfræði. Skemmtilegast af öllu finnst okkur þó að tala um Icesave því þar sameinast þessi tvö helstu hugðarefni okkar, peningar og lögfræði, á undursamlegan hátt. Hljóðara hefur hins vegar orðið um það mál sem eiginlega ætti að vera stóra málið á nýju ári: þegar komst upp um samsærið gegn Íslendingum í byrjun janúar. Hér er að sjálfsögðu átt við þá uppljóstrun að díóxín-mengun í sorpbrennslunni Funa í Skutulsfirði hefði um árabil verið langt yfir sómasamlegum mörkum. Húðsjúkdómar, krabbamein, ófrjósemi, fósturlát… Það var Mjólkursamsalan sem rauf þagnarsamsærið; mældi magn díoxíns í mjólk frá nærliggjandi bæ. Slík mæling hafði raunar farið fram árið 2007 en niðurstöðunum verið stungið undir stól og haldið áfram að byrla íbúum og neytendum eitur, væntanlega í hagræðingarskyni. Í rauninni hafði þetta allt legið fyrir frá því að Íslendingar fengu – í sparnaðarskyni – undanþágu árið 2003 frá reglum EES um mengunarbúnað sorpbrennslustöðva. Svona eru nú Íslendingar klókir í peningamálum. Díoxín verður til meðal annars þegar sorp er brennt. Það getur komist í líkama okkar með ýmsu móti: við getum andað því að okkur, það getur borist um langan vel með vindi, sóti, svifösku eða ryki, það getur líka borist með snertingu en fyrst og fremst fáum við það í líkamann með neyslu á mat sem sýktur er. Mjólk og aðrar feitar spendýraafurðir er sérlega viðkvæm fyrir slíkri mengun. Þegar díoxín hefur komist inn í líkama móður getur barn hennar drukkið það með móðurmjólkinni. Of mikið af díoxíni í líkama manna getur valdið vondum húðsjúkdómum með tilheyrandi afskræmingu í útliti. Það getur orsakað lækkun á testosteróni, valdið ófrjósemi, orsakað lifrarskemmdir og orkað á miðtauga- og ónæmiskerfið. Það getur valdið fósturskaða. Og það getur valdið krabbameini. Heiðruðu bæjarstjórar: Díoxín er eitur. Nískan og heimskan Reyndar hefur það verið íslenskum stjórnvöldum ljóst um hríð. Íslendingar hafa meira að segja verið í fararbroddi þjóða heims við að berjast gegn díoxínmengun – í hafi. Það getur spillt fiskinum og þar með spillt mörkuðum. Íslensk stjórnvöld hafa þannig áhyggjur af mengun í hafi en láta sér í léttu rúmi liggja sömu mengun í landi. Þau vilja hlífa útlenskum kaupendum á íslenskum fiski við því sem þau telja að íslenskir kaupendur á íslensku lambakjöti geti alveg látið ofan í sig. Erfitt er að gera sér í hugarlund öllu afdráttarlausari fyrirlitningu ráðamanna á eigin þjóð. Í síðustu viku sáum við í sjónvarpinu bæjarstjórann í Vestmannaeyjum, þar sem díoxín-mengun var 85 sinnum meiri árið 2007 en viðmiðunarmörk Evrópusambandsins gera ráð fyrir. Hann sá öll tormerki á úrbótum en virtist vilja fyrir alla muni halda áfram að spúa eitri yfir eigin þegna. Hann heldur kannski að díoxín hegði sér öðruvísi á Íslandi en annars staðar. Kannski heldur hann að þetta sé tóm hystería í vísindamönnunum og hann viti ekki til þess að neinum hafi orðið meint af svolitlu díoxíni. Kannski heldur hann að þetta sé áróður hjá Greenpeace. Kannski heldur hann að hér á landi sé svo mikið rok að það verði engin mengun. Það er ekki gott að vita hvernig bæjarstjórar hugsa. Hitt er annað mál að ekkert bendir til annars en að díoxín sé jafn mikið eitur hér á landi og það er annars staðar. Og við sem snæðum oft lambakjöt höfum sennilega fengið þetta eitur inn í okkur í einhverjum mæli því að sennilega hafa blessuð lömbin trítlað um og bitið gras og jurtir í grennd við sorpbrennslustöðvarnar í Skutulsfirði og á Kirkjubæjarklaustri, þar sem díoxín í útblæstri reyndist vera 95 sinnum yfir viðmiðunarmörkum og á Svínafelli í Öræfum þar sem díoxínið hefur ekki einu sinni verið mælt. Að sögn. Skítt með okkur neytendur og venjulega Íslendinga; sorpiðjuhöldunum um dreifðar byggðir landsins verður sennilega alltaf hjartanlega sama um díoxíninntöku okkar. Hitt skilja þeir kannski: Íslenskur landbúnaður á sér aðeins eina von í þessum heimi, hvort sem við göngum í Evrópusambandið eða göngum í Asíu eins og forsetinn vill eða höldum áfram þrotlausri en vonlítilli markaðssetningu lambakjöts í Bandaríkjunum: aðeins eina von: að vera hreinn. Að útlendingar haldi að minnsta kosti að hann sé hreinn. En ekki einhver heimatilbúin díoxín-drulla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Icesave Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Við tölum af áfergju um bílalán og eignarhaldsfélög. Bensínverðið er hrífandi umræðuefni og stjórnlagaþingsklúðrið býður upp á þrotlausar vangaveltur – við höfum yfirleitt unun af því að tala um allt sem viðkemur peningum og lögfræði. Skemmtilegast af öllu finnst okkur þó að tala um Icesave því þar sameinast þessi tvö helstu hugðarefni okkar, peningar og lögfræði, á undursamlegan hátt. Hljóðara hefur hins vegar orðið um það mál sem eiginlega ætti að vera stóra málið á nýju ári: þegar komst upp um samsærið gegn Íslendingum í byrjun janúar. Hér er að sjálfsögðu átt við þá uppljóstrun að díóxín-mengun í sorpbrennslunni Funa í Skutulsfirði hefði um árabil verið langt yfir sómasamlegum mörkum. Húðsjúkdómar, krabbamein, ófrjósemi, fósturlát… Það var Mjólkursamsalan sem rauf þagnarsamsærið; mældi magn díoxíns í mjólk frá nærliggjandi bæ. Slík mæling hafði raunar farið fram árið 2007 en niðurstöðunum verið stungið undir stól og haldið áfram að byrla íbúum og neytendum eitur, væntanlega í hagræðingarskyni. Í rauninni hafði þetta allt legið fyrir frá því að Íslendingar fengu – í sparnaðarskyni – undanþágu árið 2003 frá reglum EES um mengunarbúnað sorpbrennslustöðva. Svona eru nú Íslendingar klókir í peningamálum. Díoxín verður til meðal annars þegar sorp er brennt. Það getur komist í líkama okkar með ýmsu móti: við getum andað því að okkur, það getur borist um langan vel með vindi, sóti, svifösku eða ryki, það getur líka borist með snertingu en fyrst og fremst fáum við það í líkamann með neyslu á mat sem sýktur er. Mjólk og aðrar feitar spendýraafurðir er sérlega viðkvæm fyrir slíkri mengun. Þegar díoxín hefur komist inn í líkama móður getur barn hennar drukkið það með móðurmjólkinni. Of mikið af díoxíni í líkama manna getur valdið vondum húðsjúkdómum með tilheyrandi afskræmingu í útliti. Það getur orsakað lækkun á testosteróni, valdið ófrjósemi, orsakað lifrarskemmdir og orkað á miðtauga- og ónæmiskerfið. Það getur valdið fósturskaða. Og það getur valdið krabbameini. Heiðruðu bæjarstjórar: Díoxín er eitur. Nískan og heimskan Reyndar hefur það verið íslenskum stjórnvöldum ljóst um hríð. Íslendingar hafa meira að segja verið í fararbroddi þjóða heims við að berjast gegn díoxínmengun – í hafi. Það getur spillt fiskinum og þar með spillt mörkuðum. Íslensk stjórnvöld hafa þannig áhyggjur af mengun í hafi en láta sér í léttu rúmi liggja sömu mengun í landi. Þau vilja hlífa útlenskum kaupendum á íslenskum fiski við því sem þau telja að íslenskir kaupendur á íslensku lambakjöti geti alveg látið ofan í sig. Erfitt er að gera sér í hugarlund öllu afdráttarlausari fyrirlitningu ráðamanna á eigin þjóð. Í síðustu viku sáum við í sjónvarpinu bæjarstjórann í Vestmannaeyjum, þar sem díoxín-mengun var 85 sinnum meiri árið 2007 en viðmiðunarmörk Evrópusambandsins gera ráð fyrir. Hann sá öll tormerki á úrbótum en virtist vilja fyrir alla muni halda áfram að spúa eitri yfir eigin þegna. Hann heldur kannski að díoxín hegði sér öðruvísi á Íslandi en annars staðar. Kannski heldur hann að þetta sé tóm hystería í vísindamönnunum og hann viti ekki til þess að neinum hafi orðið meint af svolitlu díoxíni. Kannski heldur hann að þetta sé áróður hjá Greenpeace. Kannski heldur hann að hér á landi sé svo mikið rok að það verði engin mengun. Það er ekki gott að vita hvernig bæjarstjórar hugsa. Hitt er annað mál að ekkert bendir til annars en að díoxín sé jafn mikið eitur hér á landi og það er annars staðar. Og við sem snæðum oft lambakjöt höfum sennilega fengið þetta eitur inn í okkur í einhverjum mæli því að sennilega hafa blessuð lömbin trítlað um og bitið gras og jurtir í grennd við sorpbrennslustöðvarnar í Skutulsfirði og á Kirkjubæjarklaustri, þar sem díoxín í útblæstri reyndist vera 95 sinnum yfir viðmiðunarmörkum og á Svínafelli í Öræfum þar sem díoxínið hefur ekki einu sinni verið mælt. Að sögn. Skítt með okkur neytendur og venjulega Íslendinga; sorpiðjuhöldunum um dreifðar byggðir landsins verður sennilega alltaf hjartanlega sama um díoxíninntöku okkar. Hitt skilja þeir kannski: Íslenskur landbúnaður á sér aðeins eina von í þessum heimi, hvort sem við göngum í Evrópusambandið eða göngum í Asíu eins og forsetinn vill eða höldum áfram þrotlausri en vonlítilli markaðssetningu lambakjöts í Bandaríkjunum: aðeins eina von: að vera hreinn. Að útlendingar haldi að minnsta kosti að hann sé hreinn. En ekki einhver heimatilbúin díoxín-drulla.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun