Létt yfir gestum í hjálparmiðstöð 15. apríl 2010 02:00 Sybbin en nokkuð brött Krakkar sem komu í hjálparmiðstöðina í Hvolsskóla í fyrrinótt vegna gossins í Eyjafjallajökli kipptu sér ekki mikið upp við atganginn, mögulega reynslunni ríkari frá því að rýma þurfti í mars vegna gossins á Fimmvörðuhálsi.Fréttablaðið/Vilhelm Fólk gerði í gamni sínu í hjálparmiðstöðinni í grunnskóla Hvolsvallar og lét það ekki raska ró sinni að vera dregið úr rúminu vegna yfirvofandi goss í Eyjafjallajökli aðfaranótt miðvikudags. Framan af morgni var ekki ljóst hvort gos væri í raun hafið eða hvort aðeins væri um að ræða skjálftahrinu. Þó mátti heyra lítinn dreng, kannski á fimmta ári, lýsa því skorinort yfir við föður sinn, sem bar hann á handleggnum, að það væri „pirrandi að láta vekja sig svona, út af gosi“. Systir hans heldur yngri leiddi móður þeirra þar sem þau komu út úr skólanum á leið til ættingja. Foreldrarnir, sem og aðrir tilheyrendur, brostu yfir því hvað strákurinn var mannalegur. Þegar líða tók á morguninn lifnaði yfir börnum sem komið höfðu um nóttina og mörg tóku til við að leika sér í leiktækjum skólans og önnur úti við. Sigurður Magnússon, húsvörður í Hvolsskóla, segir ekki hægt að merkja mikinn mun á andrúmsloftinu í skólanum við rýminguna nú og þegar rýmt var vegna gossins á Fimmvörðuhálsi. „Nema þá kannski helst að þetta er heldur rólegra núna,“ sagði hann kíminn. „Þá var rýmt á laugardagskvöldi og því eitthvað um ölvun. Samt gekk nú allt vel þá og engin ólæti.“ - óká Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Fólk gerði í gamni sínu í hjálparmiðstöðinni í grunnskóla Hvolsvallar og lét það ekki raska ró sinni að vera dregið úr rúminu vegna yfirvofandi goss í Eyjafjallajökli aðfaranótt miðvikudags. Framan af morgni var ekki ljóst hvort gos væri í raun hafið eða hvort aðeins væri um að ræða skjálftahrinu. Þó mátti heyra lítinn dreng, kannski á fimmta ári, lýsa því skorinort yfir við föður sinn, sem bar hann á handleggnum, að það væri „pirrandi að láta vekja sig svona, út af gosi“. Systir hans heldur yngri leiddi móður þeirra þar sem þau komu út úr skólanum á leið til ættingja. Foreldrarnir, sem og aðrir tilheyrendur, brostu yfir því hvað strákurinn var mannalegur. Þegar líða tók á morguninn lifnaði yfir börnum sem komið höfðu um nóttina og mörg tóku til við að leika sér í leiktækjum skólans og önnur úti við. Sigurður Magnússon, húsvörður í Hvolsskóla, segir ekki hægt að merkja mikinn mun á andrúmsloftinu í skólanum við rýminguna nú og þegar rýmt var vegna gossins á Fimmvörðuhálsi. „Nema þá kannski helst að þetta er heldur rólegra núna,“ sagði hann kíminn. „Þá var rýmt á laugardagskvöldi og því eitthvað um ölvun. Samt gekk nú allt vel þá og engin ólæti.“ - óká
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira