Bótanískt útlendingahatur? Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 21. júlí 2010 00:01 Í tilefni forustugreinar Fréttablaðsins 14.6. sl. Fyrir tæpum 140 árum reyndi Jón Ólafsson ritstjóri að koma til leiðar landnámi Íslendinga í Alaska. Landið var strjálbýlt, í eigu Bandaríkjanna frá árinu 1867. Þarna vildi Jón að Íslendingar yrðu hinn ráðandi þjóðflokkur þessa nýja ríkis Bandaríkjanna. Hugsanlega var þetta síst verri kostur en landnám Íslendinga í N-Dakota, en það hófst skömmu síðar, eða í kringum 1875. Jón talaði ákaft fyrir þessu landnámi, en undirtektir Íslendinga voru daufar, því N-Dakota varð hið fyrirheitna land íslenskra vesturfara. En sagan endurtekur sig, en þó aldrei eins, því dóttursonur Jóns flutti í staðinn Alaska til Íslands! Alaska aspir Alaska greni og Alaska fura sjá nú um að umlykja þá staði sem áður nutu víðsýns útsýnis. Að auki hylur Alaska lúpína víðtæk svæði í þéttum breiðum. Sá íslenski gróður sem fyrr greri á mörgum þessara svæða hefur lotið í lægra haldi og er þar víðast horfinn. Þessi nær sextíu ára „nýbúi" hefur ekki sætt „bótaniskum rasisma". Hinn „bótaniski rasismi" hefur einkum birst sem tómlæti gagnvart íslenskum gróðri, sem engrar verndar hefur notið gagnvart hinum erlenda gesti. Að reyna að takmarka útbreiðslu þessa gests getur engan veginn talist „bótaniskt útlendingahatur". Stuðmenn, sem vitnað er til í ofangreindri grein, gerðu vissulega smellinn texta. En það, að syngja „Við viljum íslenskar jurtir í íslenskri mold" getur engan veginn tengst „botanisku útlendingahatri" , eins og reynt er að tengja þá við í áðurnefdri forystugrein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun
Í tilefni forustugreinar Fréttablaðsins 14.6. sl. Fyrir tæpum 140 árum reyndi Jón Ólafsson ritstjóri að koma til leiðar landnámi Íslendinga í Alaska. Landið var strjálbýlt, í eigu Bandaríkjanna frá árinu 1867. Þarna vildi Jón að Íslendingar yrðu hinn ráðandi þjóðflokkur þessa nýja ríkis Bandaríkjanna. Hugsanlega var þetta síst verri kostur en landnám Íslendinga í N-Dakota, en það hófst skömmu síðar, eða í kringum 1875. Jón talaði ákaft fyrir þessu landnámi, en undirtektir Íslendinga voru daufar, því N-Dakota varð hið fyrirheitna land íslenskra vesturfara. En sagan endurtekur sig, en þó aldrei eins, því dóttursonur Jóns flutti í staðinn Alaska til Íslands! Alaska aspir Alaska greni og Alaska fura sjá nú um að umlykja þá staði sem áður nutu víðsýns útsýnis. Að auki hylur Alaska lúpína víðtæk svæði í þéttum breiðum. Sá íslenski gróður sem fyrr greri á mörgum þessara svæða hefur lotið í lægra haldi og er þar víðast horfinn. Þessi nær sextíu ára „nýbúi" hefur ekki sætt „bótaniskum rasisma". Hinn „bótaniski rasismi" hefur einkum birst sem tómlæti gagnvart íslenskum gróðri, sem engrar verndar hefur notið gagnvart hinum erlenda gesti. Að reyna að takmarka útbreiðslu þessa gests getur engan veginn talist „bótaniskt útlendingahatur". Stuðmenn, sem vitnað er til í ofangreindri grein, gerðu vissulega smellinn texta. En það, að syngja „Við viljum íslenskar jurtir í íslenskri mold" getur engan veginn tengst „botanisku útlendingahatri" , eins og reynt er að tengja þá við í áðurnefdri forystugrein.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun