Þjóðin þarf að standa við sitt Óli Kristján Ármannsson skrifar 8. apríl 2009 06:00 Forvitnilegt væri að vita hvað ræður því í þjóðarsálinni að hér á landi virðist eiga nokkurn hljómgrunn að fólk eigi ekki að borga skuldir sínar. Á það bæði við um hugmyndir um fimmtungsniðurfellingu skulda og um að íslenska ríkið eigi ekki að greiða skuldir í útlöndum. Freistandi væri að draga einhverjar samlíkingar við að þjóðin hafi verið á neyslufylleríi og að líta mætti á hrun fjármálakerfisins sem „meðferð" af einhverju tagi, enda ófáir sem gengið hafa í gegnum eitthvert slíkt ferli, jafnvel margoft. Þjóðin sé mætt strokin og fín og vilji fá að byrja upp á nýtt í samskiptum við útlendinga og aðra með hreint borð. Syndir fortíðar hafi verið þvegnar burt. Líkast til ná þó slíkar samlíkingar skammt, enda virðist iðrun ekki rista djúpt og uppgjöri við fortíðina ekki lokið. Líklegt verður að teljast að þjóðin fái seint þvegið af sér ómerkings og þjófastimpilinn, eigi til dæmis að svíkjast um að standa við þær skuldbindingar sem gengist hefur verið undir vegna innstæðutrygginga á Evrópska efnahagssvæðinu. Standa verður við alþjóðasamninga, og vangaveltur um annað eru stórhættulegar. Eftir sem áður mun Ísland þurfa að eiga viðskipti við útlönd. Kjör sem okkur bjóðast á lánum ráðast af framferði okkar. Fyllibyttan eða spilafíkillinn sem nýbúinn er að veðja húsið ofan af fjölskyldu sinni á ekki von á góðum kjörum í bankanum sínum (og raunar alls óvíst að honum standi nokkur lán til boða, hafi hann hlaupið frá sínum gömlu skuldum.) Ef til vill er það samt svo að of mikið sé lesið í orð útlendinga sem hingað hafa komið og talað fjálglega um að landið fái ekki staðið undir öllum sínum skuldum, eða um samsæri alþjóðastofnana sem gangi erinda fjölþjóðafyrirtækja. Ekki liggur nefnilega ljóst fyrir hvaða skuldir það eru nákvæmlega sem ekki á að borga. Einkafyrirtæki á borð við bankana fara í eðlilegt uppgjörsferli og ljóst að kröfuhafar fá ekki greitt að fullu. Þetta vita þeir og er óumdeilt. Verið er að semja um uppgjörið. Hins vegar ríður á að koma fram við þá af sanngirni. Ríkið á svo að standa við sitt. Mismikil ábyrgð fylgir orðum þeirra sérfræðinga sem hingað hafa komið og haft uppi stór orð um ástandið og hvaða leiðir er best að fara í endurreisninni. Ekkert mál er að ráðleggja þjóðinni að borga ekki skuldir sínar, ef maður þarf ekki sjálfur að búa við afleiðingar slíkra ákvarðana. Hitt er annað mál að á meðan ekki liggur fyrir umfang þess vanda sem þjóðin stendur frammi fyrir, til dæmis varðandi innlánstryggingar í erlendum útibúum gömlu bankanna, og ekki hefur verið gengið frá efnahagsreikningi þeirra nýju svo þeir geti tekið að styðja við atvinnulíf og almenning af þeim krafti sem þörf er á, er til staðar jarðvegur fyrir hvers kyns illa grundaðar vangaveltur um hvaða leiðir er best að fara. Er þá ekki að undra þótt sumum líði eins og farþegum í flugvél í nauðum þar sem þeir vanstilltustu í farþegaliðinu hafa stillt sér upp í kringum flugstjórann og keppast við að æpa að honum leiðbeiningar. Hinir geta bara vonað að honum fatist ekki flugið. Á sama hátt vonar maður að stjórnvöld beri gæfu til að halda vel á spöðunum í samningum við erlend þjóðríki, kröfuhafa og við enduruppbyggingu fjármálakerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun
Forvitnilegt væri að vita hvað ræður því í þjóðarsálinni að hér á landi virðist eiga nokkurn hljómgrunn að fólk eigi ekki að borga skuldir sínar. Á það bæði við um hugmyndir um fimmtungsniðurfellingu skulda og um að íslenska ríkið eigi ekki að greiða skuldir í útlöndum. Freistandi væri að draga einhverjar samlíkingar við að þjóðin hafi verið á neyslufylleríi og að líta mætti á hrun fjármálakerfisins sem „meðferð" af einhverju tagi, enda ófáir sem gengið hafa í gegnum eitthvert slíkt ferli, jafnvel margoft. Þjóðin sé mætt strokin og fín og vilji fá að byrja upp á nýtt í samskiptum við útlendinga og aðra með hreint borð. Syndir fortíðar hafi verið þvegnar burt. Líkast til ná þó slíkar samlíkingar skammt, enda virðist iðrun ekki rista djúpt og uppgjöri við fortíðina ekki lokið. Líklegt verður að teljast að þjóðin fái seint þvegið af sér ómerkings og þjófastimpilinn, eigi til dæmis að svíkjast um að standa við þær skuldbindingar sem gengist hefur verið undir vegna innstæðutrygginga á Evrópska efnahagssvæðinu. Standa verður við alþjóðasamninga, og vangaveltur um annað eru stórhættulegar. Eftir sem áður mun Ísland þurfa að eiga viðskipti við útlönd. Kjör sem okkur bjóðast á lánum ráðast af framferði okkar. Fyllibyttan eða spilafíkillinn sem nýbúinn er að veðja húsið ofan af fjölskyldu sinni á ekki von á góðum kjörum í bankanum sínum (og raunar alls óvíst að honum standi nokkur lán til boða, hafi hann hlaupið frá sínum gömlu skuldum.) Ef til vill er það samt svo að of mikið sé lesið í orð útlendinga sem hingað hafa komið og talað fjálglega um að landið fái ekki staðið undir öllum sínum skuldum, eða um samsæri alþjóðastofnana sem gangi erinda fjölþjóðafyrirtækja. Ekki liggur nefnilega ljóst fyrir hvaða skuldir það eru nákvæmlega sem ekki á að borga. Einkafyrirtæki á borð við bankana fara í eðlilegt uppgjörsferli og ljóst að kröfuhafar fá ekki greitt að fullu. Þetta vita þeir og er óumdeilt. Verið er að semja um uppgjörið. Hins vegar ríður á að koma fram við þá af sanngirni. Ríkið á svo að standa við sitt. Mismikil ábyrgð fylgir orðum þeirra sérfræðinga sem hingað hafa komið og haft uppi stór orð um ástandið og hvaða leiðir er best að fara í endurreisninni. Ekkert mál er að ráðleggja þjóðinni að borga ekki skuldir sínar, ef maður þarf ekki sjálfur að búa við afleiðingar slíkra ákvarðana. Hitt er annað mál að á meðan ekki liggur fyrir umfang þess vanda sem þjóðin stendur frammi fyrir, til dæmis varðandi innlánstryggingar í erlendum útibúum gömlu bankanna, og ekki hefur verið gengið frá efnahagsreikningi þeirra nýju svo þeir geti tekið að styðja við atvinnulíf og almenning af þeim krafti sem þörf er á, er til staðar jarðvegur fyrir hvers kyns illa grundaðar vangaveltur um hvaða leiðir er best að fara. Er þá ekki að undra þótt sumum líði eins og farþegum í flugvél í nauðum þar sem þeir vanstilltustu í farþegaliðinu hafa stillt sér upp í kringum flugstjórann og keppast við að æpa að honum leiðbeiningar. Hinir geta bara vonað að honum fatist ekki flugið. Á sama hátt vonar maður að stjórnvöld beri gæfu til að halda vel á spöðunum í samningum við erlend þjóðríki, kröfuhafa og við enduruppbyggingu fjármálakerfisins.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun