Markvissari forgangsröðun Steinunn Stefánsdóttir skrifar 30. júní 2009 06:00 Við Íslendingar erum fremur óvanir atvinnuleysi og fylgifiskum þess. Þó að atvinnuleysisprósentan hafi hér eitthvað hreyfst upp og niður er það svo að lengst af hefur hér verið vinnu að hafa fyrir alla þá sem geta og vilja vinna. Síðustu ár var atvinnuástandið svo þannig að hér á landi var of lítið vinnuafl miðað við þá atvinnu sem var í boði. Þetta hefur breyst, eins og svo margt annað, eftir hrunið. Nú er nálægt því einn af hverjum tíu atvinnulaus og að auki hafa margir orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna samdráttarins, meðal annars vegna þess að starfshlutfall hefur verið skert. Eftir lagabreytingar sem samþykktar voru á Alþingi í haust getur fólk sem misst hefur hluta vinnu sinnar nú fengið tekjutengdar atvinnuleysisbætur í sex mánuði. Þetta er mikilvægur réttur og er ætlað að dreifa atvinnuleysinu, ef svo má segja. Ef fækka þarf stöðugildum um tvö á tíu manna vinnustað má koma í veg fyrir að tveir missi vinnuna alveg með því að allir missi 20 prósent af starfshlutfalli sínu, og eigi þá möguleika á atvinnuleysisbótum á móti. Þetta er góð leið til að dreifa byrðunum. Í forsíðufrétt blaðsins í dag koma fram áhyggjur félagsmálaráðherra af því að misnotkun á þessu ákvæði eigi sér stað þannig að fyrirtæki noti atvinnuleysistryggingasjóð til þess að niðurgreiða launakostnað sinn með því að skrá starfsfólk atvinnulaust að hluta, án þess að sú sé raunin. Gera verður ráð fyrir því að slíkt svindl sé ekki stundað í stórum stíl. Hitt er umhugsunarefni að ekki skuli hafa verið sett þak á þau laun sem þiggjendur hlutabóta mega hafa fyrir hlutastarf sitt. Hámarkshlutabætur vegna 50 prósenta atvinnuleysis nemur nú 120 þúsund krónum á mánuði en lágmarksbætur vegna fulls atvinnuleysis er tæplega 150 þúsund krónur á mánuði, eða aðeins 30 þúsund krónum meira. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eru allmörg dæmi þess að fólk sem fær há laun fyrir hlutastarf þiggi að auki 120 þúsund krónur í hlutabætur úr atvinnuleysistryggingasjóði. Þetta er í fullu samræmi við lögin en hlýtur að skoðast sem gat sem stoppa verður í. Að öllu óbreyttu er talið að atvinnuleysistryggingasjóður verði uppurinn um mánaðamótin október-nóvember. Það er því harla öfugsnúið að fé úr honum skuli í talsverðum mæli vera varið til þess að greiða greiða fólki hlutabætur sem hefur jafnvel 500 þúsund krónur eða meira í mánaðarlaun fyrir hálft starf. Í árferði eins og nú er gríðarlega mikilvægt að velferðarkerfið sé öflugt öryggisnet fyrir þá sem eiga líf sitt og afkomu undir því. Að sama skapi er aldrei mikilvægara að forgangsröðun verkefna velferðakerfisins sé markviss. Rétturinn til hlutaatvinnuleysisbóta er vissulega mikilvægur. Það þýðir þó ekki að við höfum efni á að bjóða fólki upp á hlutabætur ofan á há laun fyrir 50 prósent starf. Atvinnuleysistryggingasjóður hefur brýnni skyldum að sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Við Íslendingar erum fremur óvanir atvinnuleysi og fylgifiskum þess. Þó að atvinnuleysisprósentan hafi hér eitthvað hreyfst upp og niður er það svo að lengst af hefur hér verið vinnu að hafa fyrir alla þá sem geta og vilja vinna. Síðustu ár var atvinnuástandið svo þannig að hér á landi var of lítið vinnuafl miðað við þá atvinnu sem var í boði. Þetta hefur breyst, eins og svo margt annað, eftir hrunið. Nú er nálægt því einn af hverjum tíu atvinnulaus og að auki hafa margir orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna samdráttarins, meðal annars vegna þess að starfshlutfall hefur verið skert. Eftir lagabreytingar sem samþykktar voru á Alþingi í haust getur fólk sem misst hefur hluta vinnu sinnar nú fengið tekjutengdar atvinnuleysisbætur í sex mánuði. Þetta er mikilvægur réttur og er ætlað að dreifa atvinnuleysinu, ef svo má segja. Ef fækka þarf stöðugildum um tvö á tíu manna vinnustað má koma í veg fyrir að tveir missi vinnuna alveg með því að allir missi 20 prósent af starfshlutfalli sínu, og eigi þá möguleika á atvinnuleysisbótum á móti. Þetta er góð leið til að dreifa byrðunum. Í forsíðufrétt blaðsins í dag koma fram áhyggjur félagsmálaráðherra af því að misnotkun á þessu ákvæði eigi sér stað þannig að fyrirtæki noti atvinnuleysistryggingasjóð til þess að niðurgreiða launakostnað sinn með því að skrá starfsfólk atvinnulaust að hluta, án þess að sú sé raunin. Gera verður ráð fyrir því að slíkt svindl sé ekki stundað í stórum stíl. Hitt er umhugsunarefni að ekki skuli hafa verið sett þak á þau laun sem þiggjendur hlutabóta mega hafa fyrir hlutastarf sitt. Hámarkshlutabætur vegna 50 prósenta atvinnuleysis nemur nú 120 þúsund krónum á mánuði en lágmarksbætur vegna fulls atvinnuleysis er tæplega 150 þúsund krónur á mánuði, eða aðeins 30 þúsund krónum meira. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eru allmörg dæmi þess að fólk sem fær há laun fyrir hlutastarf þiggi að auki 120 þúsund krónur í hlutabætur úr atvinnuleysistryggingasjóði. Þetta er í fullu samræmi við lögin en hlýtur að skoðast sem gat sem stoppa verður í. Að öllu óbreyttu er talið að atvinnuleysistryggingasjóður verði uppurinn um mánaðamótin október-nóvember. Það er því harla öfugsnúið að fé úr honum skuli í talsverðum mæli vera varið til þess að greiða greiða fólki hlutabætur sem hefur jafnvel 500 þúsund krónur eða meira í mánaðarlaun fyrir hálft starf. Í árferði eins og nú er gríðarlega mikilvægt að velferðarkerfið sé öflugt öryggisnet fyrir þá sem eiga líf sitt og afkomu undir því. Að sama skapi er aldrei mikilvægara að forgangsröðun verkefna velferðakerfisins sé markviss. Rétturinn til hlutaatvinnuleysisbóta er vissulega mikilvægur. Það þýðir þó ekki að við höfum efni á að bjóða fólki upp á hlutabætur ofan á há laun fyrir 50 prósent starf. Atvinnuleysistryggingasjóður hefur brýnni skyldum að sinna.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun