Bankinn minn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 25. febrúar 2009 06:00 Þú ert búinn að vera að sverta bankann minn," sagði Davíð Oddsson við Sigmar Guðmundsson í Kastljósi gærkvöldsins. Það er enginn agi í þjóðfélaginu, sagði hann síðar í viðtalinu og í millitíðinni ræddi hann um þann fjölda fólks sem staðið hefur norpandi fyrir utan Seðlabankann og barist fyrir sannfæringu sinni. Þeirri sannfæringu sinni að Davíð eigi að víkja. Um þetta fólk hafði Davíð það að segja að einhverjir væru í því að „flytja fólk að Seðlabankanum". Davíð var í gærkvöldi í einhverju lengsta varnarviðtali sem sést hefur í seinni tíð. Hann fór yfir ferilinn í aðdraganda bankahrunsins og sagði frá sínum viðvörunum og fór yfir það sem gert hefur verið síðan. Jú vissulega hefðu allir getað gert mistök, fékkst upp úr Davíð, en ljóst var að í raun fannst honum það varla eiga við um sig. Og láti Davíð svo lágt að lesa þennan pistil mun hann líta á hann sem enn eina árás Baugsveldisins í sinn garð. Það kom nefnilega berlega í ljós að Davíð er í stríði. Hann er að verja bankann sinn og kannski umfram allt heiður sinn. Og að honum veitast vondir menn, með Jón Ásgeir í broddi fylkingar. Sérkennileg var líka kvörtun Davíðs um að ekki væri réttu hlutunum haldið að fólki. Allir sem vinna við fjölmiðla hafa reynt að ná í Davíð án árangurs til að fá hans sjónarmið. Hann hefur haft næg tækifæri til að halda „réttu hlutunum" að fólki, en hefur ekki látið svo lítið að ræða við fjölmiðla. Enda sást langar leiðir hve honum mislíkaði að þurfa að standa fyrir máli sínu í gærkvöldi. Og Davíð sagðist ekki hafa orðið var við óánægju í sinn garð. Þar sem augljóst er að Davíð er hvorki heyrnarlaus né blindur skýrist það eingöngu út frá þeirri vissu hans að hann sé í baráttu gegn her andstæðinga. Og þennan her ber ekki að virða. Þetta er fólk á mála Baugs sem lætur flytja sig að Seðlabankanum að baula eins og gripirnir sem Davíð telur þá vera. Því hvernig sem veröldin velkist veit Davíð að Davíð hefur rétt fyrir sér. Og skiptir þá eitthvað annað máli? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Þú ert búinn að vera að sverta bankann minn," sagði Davíð Oddsson við Sigmar Guðmundsson í Kastljósi gærkvöldsins. Það er enginn agi í þjóðfélaginu, sagði hann síðar í viðtalinu og í millitíðinni ræddi hann um þann fjölda fólks sem staðið hefur norpandi fyrir utan Seðlabankann og barist fyrir sannfæringu sinni. Þeirri sannfæringu sinni að Davíð eigi að víkja. Um þetta fólk hafði Davíð það að segja að einhverjir væru í því að „flytja fólk að Seðlabankanum". Davíð var í gærkvöldi í einhverju lengsta varnarviðtali sem sést hefur í seinni tíð. Hann fór yfir ferilinn í aðdraganda bankahrunsins og sagði frá sínum viðvörunum og fór yfir það sem gert hefur verið síðan. Jú vissulega hefðu allir getað gert mistök, fékkst upp úr Davíð, en ljóst var að í raun fannst honum það varla eiga við um sig. Og láti Davíð svo lágt að lesa þennan pistil mun hann líta á hann sem enn eina árás Baugsveldisins í sinn garð. Það kom nefnilega berlega í ljós að Davíð er í stríði. Hann er að verja bankann sinn og kannski umfram allt heiður sinn. Og að honum veitast vondir menn, með Jón Ásgeir í broddi fylkingar. Sérkennileg var líka kvörtun Davíðs um að ekki væri réttu hlutunum haldið að fólki. Allir sem vinna við fjölmiðla hafa reynt að ná í Davíð án árangurs til að fá hans sjónarmið. Hann hefur haft næg tækifæri til að halda „réttu hlutunum" að fólki, en hefur ekki látið svo lítið að ræða við fjölmiðla. Enda sást langar leiðir hve honum mislíkaði að þurfa að standa fyrir máli sínu í gærkvöldi. Og Davíð sagðist ekki hafa orðið var við óánægju í sinn garð. Þar sem augljóst er að Davíð er hvorki heyrnarlaus né blindur skýrist það eingöngu út frá þeirri vissu hans að hann sé í baráttu gegn her andstæðinga. Og þennan her ber ekki að virða. Þetta er fólk á mála Baugs sem lætur flytja sig að Seðlabankanum að baula eins og gripirnir sem Davíð telur þá vera. Því hvernig sem veröldin velkist veit Davíð að Davíð hefur rétt fyrir sér. Og skiptir þá eitthvað annað máli?
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun