Banvænt faðmlag Steinunn Stefánsdóttir skrifar 3. júní 2008 09:00 Leið Sjálfstæðisflokksins hefur legið niður á við í Reykjavík allt frá því Davíð Oddsson var hér vinsæll borgarstjóri. Aldrei hefur þó verið jafnilla fyrir flokknum komið í borginni eins og nú. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt var fyrir rúmri viku sögðust 33,8 prósent Reykvíkinga myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú en 43,4 prósent Samfylkinguna. Enn verri var útreið Sjálfstæðisflokksins í Þjóðarpúlsi Gallup sem birt var nú um helgina en þar sögðust 26,9 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn og hefur flokkurinn aldrei mælst lægri þar. Vandamálin sem að steðja eru nokkur. Óvissan um borgarstjóraefnið að ári veldur nokkru. Fyrrnefndar skoðanakannanir sýna að borgarbúar vilja, af þeim kostum sem í boði eru, helst sjá Hönnu Birnu í stólnum og Vilhjálmur Þ., sem enn hefur einn verið nefndur til sögu, nýtur lítils trausts í stól borgarstjóra. Vilhjálmur og Kjartan Magnússon sýndu mikinn skort á pólitísku nefi þegar þeir mynduðu meirihlutann með Ólafi F. Myndin af fundinum á Kjarvalsstöðum 21. janúar síðastliðinn þegar Vilhjálmur, Kjartan og Ólafur F. tilkynntu nýtt meirihlutasamstarf, meðan aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins stóðu hnípnir hjá, er sterk. Ekki síst sé hún borin saman við annan atburð sem átti sér stað fyrir framan Iðnó liðlega þremur mánuðum fyrr þegar hnarreistur Tjarnarkvartettinn tilkynnti myndun meirihlutans sem síðar var kallaður hundrað daga stjórnin. Það var nefnilega stemning í borginni fyrir Tjarnarkvartettinum, alveg eins og hægt er að segja að stemning hafið verið fyrir því rúmlega ári fyrr að Sjálfstæðisflokkurinn væri aftur í meirihluta í Reykjavík. Þetta skynjuðu Vilhjálmur og Kjartan ekki en létu stjórnast af löngun sinni til valda, stungu höfðinu í sandinn og hófu biðina eftir að öldurnar lægði. Yfirlýsingar um að nýrri borgarstjórn myndi vaxa fiskur um hrygg þegar hún léti verkin tala reyndust óskhyggjan ein og nú liðlega fjórum mánuðum síðar er staða flokksins verri en nokkru sinni. Svo virðist sem skortur þeirra Kjartans og Vilhjálms á pólitísku nefi, sem leiddi til hins banvæna faðmlags Sjálfstæðisflokks við Ólaf F. Magnússon, muni draga meiri dilk á eftir sér en nokkurn óraði fyrir. Skoðanakannanir eru vissulega aðeins mælikvarði á stöðuna á þeim tíma sem þær eru lagðar fyrir og enn eru nærri tvö ár þar til gengið verður til sveitarstjórnarkosninga næst. Skilaboðin til sjálfstæðismanna í Reykjavík eru hins vegar skýr. Þeir verða þeir að bretta upp ermar, velja sér leiðtoga og marka sér skýra stefnu ef þeir ætla að ekki að glata trúverðugleika endanlega. Strúturinn verður að draga höfuðið upp úr sandinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun
Leið Sjálfstæðisflokksins hefur legið niður á við í Reykjavík allt frá því Davíð Oddsson var hér vinsæll borgarstjóri. Aldrei hefur þó verið jafnilla fyrir flokknum komið í borginni eins og nú. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt var fyrir rúmri viku sögðust 33,8 prósent Reykvíkinga myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú en 43,4 prósent Samfylkinguna. Enn verri var útreið Sjálfstæðisflokksins í Þjóðarpúlsi Gallup sem birt var nú um helgina en þar sögðust 26,9 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn og hefur flokkurinn aldrei mælst lægri þar. Vandamálin sem að steðja eru nokkur. Óvissan um borgarstjóraefnið að ári veldur nokkru. Fyrrnefndar skoðanakannanir sýna að borgarbúar vilja, af þeim kostum sem í boði eru, helst sjá Hönnu Birnu í stólnum og Vilhjálmur Þ., sem enn hefur einn verið nefndur til sögu, nýtur lítils trausts í stól borgarstjóra. Vilhjálmur og Kjartan Magnússon sýndu mikinn skort á pólitísku nefi þegar þeir mynduðu meirihlutann með Ólafi F. Myndin af fundinum á Kjarvalsstöðum 21. janúar síðastliðinn þegar Vilhjálmur, Kjartan og Ólafur F. tilkynntu nýtt meirihlutasamstarf, meðan aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins stóðu hnípnir hjá, er sterk. Ekki síst sé hún borin saman við annan atburð sem átti sér stað fyrir framan Iðnó liðlega þremur mánuðum fyrr þegar hnarreistur Tjarnarkvartettinn tilkynnti myndun meirihlutans sem síðar var kallaður hundrað daga stjórnin. Það var nefnilega stemning í borginni fyrir Tjarnarkvartettinum, alveg eins og hægt er að segja að stemning hafið verið fyrir því rúmlega ári fyrr að Sjálfstæðisflokkurinn væri aftur í meirihluta í Reykjavík. Þetta skynjuðu Vilhjálmur og Kjartan ekki en létu stjórnast af löngun sinni til valda, stungu höfðinu í sandinn og hófu biðina eftir að öldurnar lægði. Yfirlýsingar um að nýrri borgarstjórn myndi vaxa fiskur um hrygg þegar hún léti verkin tala reyndust óskhyggjan ein og nú liðlega fjórum mánuðum síðar er staða flokksins verri en nokkru sinni. Svo virðist sem skortur þeirra Kjartans og Vilhjálms á pólitísku nefi, sem leiddi til hins banvæna faðmlags Sjálfstæðisflokks við Ólaf F. Magnússon, muni draga meiri dilk á eftir sér en nokkurn óraði fyrir. Skoðanakannanir eru vissulega aðeins mælikvarði á stöðuna á þeim tíma sem þær eru lagðar fyrir og enn eru nærri tvö ár þar til gengið verður til sveitarstjórnarkosninga næst. Skilaboðin til sjálfstæðismanna í Reykjavík eru hins vegar skýr. Þeir verða þeir að bretta upp ermar, velja sér leiðtoga og marka sér skýra stefnu ef þeir ætla að ekki að glata trúverðugleika endanlega. Strúturinn verður að draga höfuðið upp úr sandinum.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun