Þvílík vitleysa Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 1. febrúar 2008 06:00 Ég er ekki af þeirri kynslóð sem ólst upp í stöðugum ótta við atómbombuna. Þegar ég var í grunnskóla höfðu annarskonar heimsendaspár tekið við og fólk var farið að trúa því að mengun af mannavöldum myndi tortíma öllu lífi innan skamms. Eitt árið voru nemendur skólans hvattir til að kaupa stílabækur úr endurunnum pappír og ég minnist óteljandi þemaverkefna þar sem unnið var með mengun og umhverfi. Í einni þemavikunni var ég látin gera listaverk úr rusli sem fannst við þjóðveginn og þegar ég var níu ára samdi ég kraftmikinn ljóðabálk um eyðingu ósonlagsins. Allur þessi lærdómur var lengi að síast inn. Það er ekki fyrr en núna sem umræðan um umhverfismálin er farin að hafa áhrif á mig og það ekki í formi aðgerða heldur í bullandi samviskubiti. Ég get ekki lengur borðað hamborgara á McDonalds því mér verður óglatt af því að horfa á allar umbúðirnar og pappaglösin sem fara í súginn og á hverjum morgni þegar ég klöngrast yfir dagblaða- og auglýsingabunkann í forstofunni hugsa ég um eyðingu regnskóganna og fæ sting í hjartað. Eflaust eiga afkomendur eftir að hrista hausinn yfir sóuninni þegar þeir skoða einnota pappadiska og innpökkuð sogrör og tannstöngla á Þjóðminjasafninu. Það er að segja ef það verða einhverjir afkomendur. Ég hef nefnilega lúmskan grun um að það sé styttra í heimsendi en við höldum. Líklega ekki nema svona mánuður, í mesta lagi ár. Það þarf ekki annað en að kveikja á sjónvarpinu eða fletta blöðunum til að sjá að það er allt að fara til fjandans. Vitleysan í heiminum hefur sjaldan náð jafn miklum hæðum og nú. Í Kenía eru menn farnir að brytja hvern annan í spað og ekkert lát er á sláturtíðinni í Ísrael. Hlutabréfamarkaðurinn hrynur og íslenska útrásin hangir á bláþræði. Í miðborginni er dómsdagur runninn upp þar sem farsinn um hvaða hús skuli senda í hreinsunareldinn ætlar engan endi að taka og í ráðhúsinu hefur kjaftæðið náð að vaða svoleiðis uppi að veslings nýi borgarstjórinn má ekki fá svo mikið sem kvef án þess að eiga á hættu að allt fari í bál og brand eina ferðina enn. Spáin um heimsendi árið 2000 rættist ekki. Fuglaflensa, kúariða og hlýnun loftlags eru ekki heldur líkleg til að eyða öllu lífi í bráð. Það liggur í augum uppi að mannskepnan á eftir að drepast úr vitleysu og rugli. Og það eflaust löngu áður en henni tekst að drekkja sér í rusli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun
Ég er ekki af þeirri kynslóð sem ólst upp í stöðugum ótta við atómbombuna. Þegar ég var í grunnskóla höfðu annarskonar heimsendaspár tekið við og fólk var farið að trúa því að mengun af mannavöldum myndi tortíma öllu lífi innan skamms. Eitt árið voru nemendur skólans hvattir til að kaupa stílabækur úr endurunnum pappír og ég minnist óteljandi þemaverkefna þar sem unnið var með mengun og umhverfi. Í einni þemavikunni var ég látin gera listaverk úr rusli sem fannst við þjóðveginn og þegar ég var níu ára samdi ég kraftmikinn ljóðabálk um eyðingu ósonlagsins. Allur þessi lærdómur var lengi að síast inn. Það er ekki fyrr en núna sem umræðan um umhverfismálin er farin að hafa áhrif á mig og það ekki í formi aðgerða heldur í bullandi samviskubiti. Ég get ekki lengur borðað hamborgara á McDonalds því mér verður óglatt af því að horfa á allar umbúðirnar og pappaglösin sem fara í súginn og á hverjum morgni þegar ég klöngrast yfir dagblaða- og auglýsingabunkann í forstofunni hugsa ég um eyðingu regnskóganna og fæ sting í hjartað. Eflaust eiga afkomendur eftir að hrista hausinn yfir sóuninni þegar þeir skoða einnota pappadiska og innpökkuð sogrör og tannstöngla á Þjóðminjasafninu. Það er að segja ef það verða einhverjir afkomendur. Ég hef nefnilega lúmskan grun um að það sé styttra í heimsendi en við höldum. Líklega ekki nema svona mánuður, í mesta lagi ár. Það þarf ekki annað en að kveikja á sjónvarpinu eða fletta blöðunum til að sjá að það er allt að fara til fjandans. Vitleysan í heiminum hefur sjaldan náð jafn miklum hæðum og nú. Í Kenía eru menn farnir að brytja hvern annan í spað og ekkert lát er á sláturtíðinni í Ísrael. Hlutabréfamarkaðurinn hrynur og íslenska útrásin hangir á bláþræði. Í miðborginni er dómsdagur runninn upp þar sem farsinn um hvaða hús skuli senda í hreinsunareldinn ætlar engan endi að taka og í ráðhúsinu hefur kjaftæðið náð að vaða svoleiðis uppi að veslings nýi borgarstjórinn má ekki fá svo mikið sem kvef án þess að eiga á hættu að allt fari í bál og brand eina ferðina enn. Spáin um heimsendi árið 2000 rættist ekki. Fuglaflensa, kúariða og hlýnun loftlags eru ekki heldur líkleg til að eyða öllu lífi í bráð. Það liggur í augum uppi að mannskepnan á eftir að drepast úr vitleysu og rugli. Og það eflaust löngu áður en henni tekst að drekkja sér í rusli.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun